Verðtryggingu er hægt að leggja af á einni nóttu.

Lánasamningur með verðtyggingu samanstendur af eftirfarandi meginþáttum:

  • Lánsfjárhæð,
  • Tímalengd lánsins, og endurgreiðslu fyrirkomulagi,
  • Verðtryggingarákvæðum ( mæling á verðbólgu )
  • Vöxtum ( raunvöxtum = mat á áhættu )
  • Tryggingu lánsins.
Segjum svo að verðtrygging sé bönnuð og við sem lánveitendur þurfum að endurskoða okkar gang.  Það er rétt að halda því til haga að ef verðtrygging væri bönnuð með lögum, gilti slíkt bann um nýja lánasamninga, en hefði engin áhrif á eldri samninga, nema um þá væri hægt að endursemja.
Verðtygging er sem sé bönnuð þá verður til hjá okkur nýtt lánsskjal:
  • Lánsfjárhæð,
  • Tímalengd lánsins, og endurgreiðslu fyrirkomulagi,
  • Nafnvextir, sem eru breytilegir t.d. á 6 mánaða fresti. Þeir eru í reynd samsettir úr verðbólguvæntingum + raunvöxtum. Íbúðalánasjóður og Arion banki eru tilbúnir að lána óverðtryggt húsnæðislán með 6,45% föstum nafnvöxtum fyrstu 5 árin.
  • Trygging lánsins.

Fyrir okkur sem lánveitendur er þetta nýja fyrirkomulag fullkomlega ásættanlegt, við þurfum enga verðtyggingu, hún er þegar komin inn í nafnvextina.  Verðtryggingin var reyndar svo dásamlega einföld fyrir lánveitandann og var búin til á hans forsendum.  Nýja fyrirkomulagið er heldur flóknara fyrir hann, enn fullkomlega framkvæmanlegt.

Þetta nýja fyrirkomulag hefur ýmsa kosti. Ég nefni nokkra:
  • Allir aðilar máls eru meira meðvitaðir um verðbólgu og raunvexti. Þessir þættir eru uppi á borði í hverri vaxtaákvörðun. Leiða má að því rök að þetta fyrirkomulag vinni gegn verðbólgu,
  • Raunvextir á húsnæðislánum hafa lengi verið alltof háir á Íslandi. Reyndar á öllum lánum,
  • Húsnæðislán eru yfirleitt best tryggðu lánin á markaðnum,
  • Vegna þess að verðbólga er ekki þekkt og verðbætu hafa ekki komið til greiðslu, heldur verið færðar á höfuðstól, sér lántakandinn ekki þá raunvexti sem hann í raun greiðir.

Einhver gæti sagt að þar sem ákvörðun nafnvaxta sé lánveitandans, sé allt vald áfram hans. Það kann að vera rétt enn einnig er hægt að fá óháðan aðila eins og Seðlabankann að þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er býsna góð samantekt hjá þér og ég er sammála þér. Verðtrygging hefur verið í raun verðbólguhvetjandi hér á landi því og hreinlega orsakavaldur í sumum tilfellum (sbr. síðasta áratug).

Það yrði jafnvel góð innspýting fyrir fjárfestingar í atvinnulífinu að lánastarfsemi af þessu tagi yrði lögð af. Þá færu sumir fjárfestar að líta í kringum sig og huga að fleiri möguleikum til þess að viðhalda eignum sínum og jafnvel græða smá í leiðinni.

Sumarliði Einar Daðason, 8.9.2011 kl. 08:25

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þetta er rétt hjá þér Jón, en það þarf aðeins meira til.

Það þarf að banna breytilega vexti, því ef það er ekki gert þá virka stýrivextir Seðlabanka ekki sem hagstjórnar tæki.

Ef Seðlabanki getur breytt stýrivöxtum og bankar geta í krafti þess breytt vöxtum á samningum sem þegar hafa verið gerðir þá erum við með nokkurs konar verðtryggingu. Nú segja margir eflaust að þetta sé gert út um allan heim, en það breytir ekki því að það er vitlaust.

Einnig þarf að banna uppgreiðslugjöld.

Ef þetta tvennt er gert þá virka stýrivextir sem hagstjórnartæki og bæði bankar og viðskiptamenn þeirra geta farið að skipuleggja sína framtíð.

Sigurjón Jónsson, 8.9.2011 kl. 12:19

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þetta innlegg Sumarliði. Sigurjón, sammála þér um uppgreiðslugjöld. Ég legg áherslu á að raunvextir hafa verið hér alltof háir um langt árabil. Flokkast undir græðgi að mínu áliti. Engin raunveruleg atvinnustarfsemi getur borið þessa vexti og einstaklingar ekki heldur. Hér á ég t.d. við raunvexti af verðtryggðum lánum. Í þeim nafnvöxtum sem ég geri að umtalsefni, gæti raunvaxtaþátturinn t.d verið fastur. Stýrivextir verða að hafa áhrif á aðra vexti, annars virka þeir ekki til hagstjórnar, annars væru pælingar um þetta efni í lagt mál. Gleymum því samt ekki að ákvörðun vaxta er frjáls.

Jón Atli Kristjánsson, 8.9.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband