5.9.2011 | 07:52
Norrænt velferðarsamfélag og nýju fötin keisarans,
Við viljum byggja upp samfélag að scandinavískri fyrirmynd, hið norræna velferðarsamfélag. Þegar félagsfræðingar og hagfræðingar taka sig til og byggja upp allskonar mælikvarða á velferð, skora norrænu þjóðirnar yfirleitt hátt. Þær hafa verið fyrirmynd og öfundarefni annarra þjóða. Það sem allir vita er að þessi velferð kostar.
Svíum hefur löngum verið stjórnað af sósíaldemokrötum. Sossarnir hafa alltaf vitað hvaðan peningarnir koma. Þeir koma frá fyrirtækjunum og blómlegri atvinnustarfsemi. Þeim hefur komið vel saman við stórfyrirtækin og auðvaldið. Gott valdajafnvægi hefur ríkt milli þessara aðila if you scratch my back I scratch yours Gangi fyrirtækjunum vel hafa allir vinnu, þá er hægt að hafa há skatta á launafólk og fyrirtæki til að greiða fyrir velferðina. Ef atvinnulífið gengur of langt er það tekið í bakaríið enn allir vita að það verður leyst og allir eru vinir.
Þetta lögmál velferðarinnar er vel þekkt og Sjálfstæðisflokkurinn þekkir það líka vel. Innan þess flokks á velferðarsamfélagið dygga aðdáendur. Þeir toga flokkinn inn að miðju, meðan aðrir draga hann til hæri, reiptog átatuganna.
Öllum aðdáendum velferðarsamfélagsins á Íslandi er ljóst að grunnur þess stendur í dag ekki traustum fótum. Til þess er atvinnulífið of veikburða, það vantar flæði peninga, meiri atvinnu, meiri hagnað fyrirtækjanna. Módelið virkar ekki sem skildi. Það er hægt að segja að allt sé í lagi, en hvað sagði barnið um nýju fötin keisarans?
Svíum hefur löngum verið stjórnað af sósíaldemokrötum. Sossarnir hafa alltaf vitað hvaðan peningarnir koma. Þeir koma frá fyrirtækjunum og blómlegri atvinnustarfsemi. Þeim hefur komið vel saman við stórfyrirtækin og auðvaldið. Gott valdajafnvægi hefur ríkt milli þessara aðila if you scratch my back I scratch yours Gangi fyrirtækjunum vel hafa allir vinnu, þá er hægt að hafa há skatta á launafólk og fyrirtæki til að greiða fyrir velferðina. Ef atvinnulífið gengur of langt er það tekið í bakaríið enn allir vita að það verður leyst og allir eru vinir.
Þetta lögmál velferðarinnar er vel þekkt og Sjálfstæðisflokkurinn þekkir það líka vel. Innan þess flokks á velferðarsamfélagið dygga aðdáendur. Þeir toga flokkinn inn að miðju, meðan aðrir draga hann til hæri, reiptog átatuganna.
Öllum aðdáendum velferðarsamfélagsins á Íslandi er ljóst að grunnur þess stendur í dag ekki traustum fótum. Til þess er atvinnulífið of veikburða, það vantar flæði peninga, meiri atvinnu, meiri hagnað fyrirtækjanna. Módelið virkar ekki sem skildi. Það er hægt að segja að allt sé í lagi, en hvað sagði barnið um nýju fötin keisarans?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.