1.9.2011 | 08:43
Það má ekki slátra mjólkurkúnni.
Ríkið var bjarvætturinn í hruninu. Vondu karlarnir í AGS urðu allt í einu helstu ráðgjafar ríkisins og hafa nú útskrifað það af sjúkrahúsi auðvaldsins. Nú hafið þig náð tökum á þessu, nú hafið þið hækkað skatta, þið ætlið að borga skuldir, en ekki að hlaupa frá skuldbindingum ykkar eins og ótíndir götustrákar. Svo komum við fljótlega í heimsókn og sjáum hvort ekki er allt í lagi. Guð blessi þjóðina og AGS.
Ríkið er í dásamlegri stöðu, ef það vantar peninga, eru skattar hækkaðir, ef það er ekki hægt þá eru prentaðir peningar og verðbólgan sér um afganginn. Allt sem þarf er frjótt ímyndarafl um nýja skatta, góðar klísíur, eins og, látum þá ríku borga, aukið skattaeftirlit, hallalaus fjárlög, traust staða ríkissjóðs.
Raunveruleikinn er líka alltaf sá sami, þeir ríkur borga ekki þeir hafa sérfræðinga til að hjálpa sér að borga ekki, það eru hin breiðu bök almennings sem eiga að borga. Hvað er svo nýtt undir sólinni.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa verið kosnir lýðræðislegri kosningu. Þýðir það að þeir geta farið með okkur eins og þeir vilja. Nei vonandi ekki. Enn borgarinn á eitt tromp upp í erminni, það snýst einmitt um það að vilja.
Ef ég vil ekki borga skatta, reyni ég með öllum ráðum að gera það ekki. Ef ég get ekki borgað af lánum þá geri ég það ekki. Ég beiti því sem kalla má borgaraleg óhlíðni. Rök þessa hóps eru einnig forsendubrestur, allar mínar forsendur hafa verið lagðar í rúst.
Lántakendur, svo tekið sé dæmi, fundu skyndilega fyrir þessu valdi sínu, í umræðunni um ólögleg lán, og ólöglega útreikninga. Algerlega nýir tímar, því við erum almennt alin upp í þeim anda að greiða okkar skuldir.
Kerfið verður nefnilega að skilja það, að það má ekki ganga of langt. Ef við göngum svo langt að brjótum niður viljann er illa komið fyrir okkur. Ríkissjóður hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi auðvaldsins, en ef fólkið í landinu lendir fyrir vikið á sjúkrahúsi skuldarans, ef viljinn til að standa sig er ekki til staðar þá er illa komið fyrir okkur.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnvöld eru ekki aðeins búnir að slátra mjólkurkúnni, heldur hafa þeir drepið allan bústofnin líka, og skilja svo ekkert í því af hverju þeir fá minna inn í hítina sína af skattpíndum almenningi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.