29.8.2011 | 08:12
Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi.
Flestum ber saman um að aukin fjárfesting sé leiðin til bætts hagvaxtar og verðmætasköpunar. Best væri ef þessi fjárfesting væri drifin áfram af okkur íslendingum, væri í okkar eigu, varan eða þjónustan skapaði gjaldeyri og fjáfestingin fjármögnuð af okkar sparnaði. Þessi leið hefur sínar takmarkanir og því hefur um árabil verið lögð í það vinna og fjármagn að selja Íslandellendis sem fjáfestingakost.
Margt bendir til að þróun alþjóðamála bæði austanhafs og vestan leggist á sveif með okkur í þessu. Fjárfestar óttast þróunina og sjá Ísland, þrátt fyrir allt, sem álitlegan kost.
Nú bregður svo við að þegar fréttir berast af útlendingum sem hér vilja fjárfesta, að því séð verður í góðri trú, að ákveðinn hópur, kallar úlfur, úlfur og málið gert hið tortryggilegasta. Spilað er á strengi þjóðernisástar. Rifjast má þá upp Magma málið og nú kínverksi fjárfestirinn á Austurlandi.
Hér verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að allir rói á sama báti. Miklir hagsmunir eru hér í spilinu fyrir marga og þá frekast fyrir okkar þjóð.
Sé það svo að djúpstæður ágreiningur sé um það í hverju útlendingar megi fjárfesta, er ekki vonum seinna að skýra þær línur. Vinnubrögð rammaáætlunar um nátturauðlindir koma þá upp í hugann sem módel til að vinna eftir. Eitt er þó ljóst að við höfum ekki 5-10 ár til að velta þessu fyrir okkur.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útlendingar sjá oft það sem við sjáum ekki.
Ég bý erlendis og þegar ég kem til Íslands þá sé ég tækifæri út um allt.
Þá óska ég þess að ég hafi fjármagn. Kínverjinn, snjalli, sér það sem margir sjá ekki því þeir sjá það daglega. Tækifæri.
Við skulum leyfa honum að sýna okkur hvaða tækifæri við sjáum ekki.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.