26.8.2011 | 08:23
Skoðanakúgun „ sauðkindarinnar."
Mér finnst lambakjöt besta kjöt í heimi. Er alinn upp við að borða alla parta sauðkindarinnar og tel mið hafa þrifist vel. Vona því einlæglega að sá dagur komi ekki að ég fái ekki mitt lambakjöt.
Frá því að ég komst til vits og ára hefur verið rifist um landbúnaðarmál, og þá ekki minnst um sauðfjárbúskap. Budda skattborgaranna hefur staðið opin og ríkið okkar sameiginlegi sjóður hefur í reynd staðið í samningum við bændur um kaup og kjör. Hvaða starfsemi í þjóðfélaginu hefur haft slíka stöðu. Það er svo önnur saga að sauðfjárbændur hafa ekki verið ánægðir með sinn hlut og margir þeirra verða að vinna aðra vinnu til framfleyta sér.
Bændur og þeirra málefni, hafa lengi notið skilnings og velvilja þjóðarinnar. Mörg okkar vorum í sveit og þau tengsl og reynsla sitja djúpt í sálinni. Vegna þessa álits á bændum og bændaforystunni koma viðbrögð formanns saufjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar háskólaprófessors verulega á óvart.
Þórólfur hefur verið að tjá sig um landbúnaðarkerfið með sínum rökum og túlkun. Þemað í þessu skrifum finnst mér vera að styrkjakerfi, séu ekki til góðs fyrir styrkþegan, þegar upp er staðið. Sú lausn virðist góð í fyrstu enn reyndin sé önnur. Skrif Þórólfs rifja upp skrif Jónasar Kristjánssonar f.v. ritstjóra á seinni helmingi liðinnar aldar. Jónas var þá enemy number one íslensks landbúnaðar og lamið á honum í ræðu og riti.
Nú væri þetta varla saga til næsta bæjar, aðeins ritdeilur, ef bændaforystan hefði ekki gripið til þeirra ráða að tengja skrif Þórólfs við viðskipti við þá stofnun sem hann vinnur m.a. hjá. Við skiptum ekki við þessa stofnun meðan þessi maður skrifar svona.
Nú má segja að þú skiptir væntanlega ekki við óvini þína. Þarna hangir hinsvegar fleira á spítunni. Þessi hótun er purkulaus þöggun og atvinnurógur. Að bændaforystan opinberar þessa hugsun sína og þankagang, er þeim til mikils vansa. Hvers vegna svara þessir menn ekki Þórólfi með rökum, ef hann er svona úti á túni ætti það ekki að vera erfitt verk. Vinnubrögð af því tagi sem hér er lýst, lýsa rökþroti og eru bændum og þeirra málstað ekki sæmandi.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar samtök ákveða að leita til stofnunar í Háskóla Ísland um stefnumörkun sinna mála, gera þau samtök væntanlega ráð fyrir því að fá hlutlaust og faglegt mat.
Þegar yfirmaður þeirrar stofnunar sem leitað er til, ritar hvern pistilinn af öðrum í fjölmiðla gegn þeim samtökum og ber fyrir sig eldgömlum gögnum og beinlínis rangfærslum, hljóta samtökin að spá í það hvort álitið sem þau biðja um geti orði hlutlaust.
Þórólfur sakar bændasamtökin um að hafa kvartað til rektors og jafnvel óskað brottvikningu eða áminningu á sig. Staðreyndin er þó fjarri þessu, BÍ eða fulltrúi þeirra hefur ekki farið á fund rektors, það gerði hins vegar formaður úr einum af aðildarfélugum bændasamtakanna. Hann fór á fund rektors til að tilkynna honum að aðildarfélagið hefði ákveðið að hætta samvinnu við stofnunina innan HÍ og gaf vissulega upp ástæðuna. Að farið hafi verið fram á brottvikningu eða áminningu er hins vegar hugarburður Þórólfs.
Þá segst Þórólfur byggja sín skrif eingöngu á upplýsingum frá BÍ. Þeir sem hafa lesið greinar hans vita að hann fer langt út fyrir þau gögn sem BÍ safnar þannig að sú fullyrðing hans að eingöngu sé farið eftir gögnum þaðan er ekki rétt. Vissulega er þó mikið af gögnum sem hann hefur sótt sér þangað, en eins og forsvarsmenn BÍ hafa bent á í ræðu og riti, eru þau gögn oft á tíðum gömul og úrelt. Jafnvel hefur Þórólfur verið að nota 15 - 20 ára gömul gögn sem alls ekki eiga við lengur. Má þar t.d. nefna að hann taldi upp styrki til bænda vegna framræslu í einni grein sinni. Þessir styrkir voru aflagðir á síðustu öld. Vissulega hefur hann fengið þessa vitneskju frá BÍ, þó hann hafa kosið að halda því leyndu að þetta væru eldgamlar upplýsingar og löngu úreltar. Þetta er einungis eitt dæmi af röngum og villandi málflutningi Þórólfs.
Skrif Þórólfs hafa ekki verið honum til sóma sem fræðimanns og reyndar með ólýkindum að slíkir menn skuli vera yfirmenn heillar stofnunar innan Háskóla Íslands.
Gunnar Heiðarsson, 26.8.2011 kl. 08:58
Í allri þessari orrahríð sem beinist að bændum og þeirra framleiðslu , þá hef ég hvergi séð neinn "hagfræðing" gera minnstu tilraun til að koma fram með einhverja lausn eða breytingu á þessu kerfi. Það er eins og menntaelitan í landinu sé í einhverri herferð gegn bændum og sennilega er ástæðan einörð afstaða þeirra gagnvart inngöngu Íslands í ESB sem fer fyrir brjóstið á þeim. Hvernig væri nú að þið hagfræðingarnir mynduð nú leggja höfuðið í bleyti og koma fram með tillögur um framtíðarskipan landbúnaðarmála á Íslandi , þannig að sátt geti ríkt um þessi mál.
Sigurður Baldursson, 26.8.2011 kl. 10:12
Eftir framgöngu Þórólfs Matthíassonar í Icesavemálinu, á maður afskaplega erfitt með að líta á hann sem hlutlausan fræðimann. Nú hef ég ekki lesið mikið eftir Þórólf síðustu mánuðina, en fyrirfram á ég von á að niðurstöður hans þyrftu fyrst og fremst að gagnast samfylkingunni.
Get hins vegar alveg tekið undir með þér að það er afleitt ef samtök eins og Bændasamtökin hætta við faglega úttekt, af því að þeim hentar ekki skoðanir einstakra starfsmanna.
Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2011 kl. 10:26
Þetta hlýtur fyrst og fremst að vera spurning um traust eins og Gunnar bendir á, tek líka undir málflutning Sigurðar, þetta er líka mín tilfinning sem sé að Samfylkingin og ESBliðar séu að leggja bændur í einelti vegna afstöðu þeirra til ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 11:00
Gunnar!
Þú hrasar eiginlega strax á fyrstu málsgrein þegar þú kallar telur Þórólf "yfirmann þeirrar stofnunar".
Þórólfur er deildarforseti Hagfræðideildar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar heitir Sveinn Agnarsson. Þórólfur er ekki einusinni einn af starfsmönnum stofnunarinnar né hefur hann þar rannsóknaaðstöðu skv. heimasíðu hennar.
Þú ferð ekki betur með en þetta en samt verður það að stóru atriði hvort það var formaður Bændasamtakanna eða formaður sauðfjárbænda sem fór á fund rektors!
Sem dæmi um þá skoðanakúgun sem bændur hafa reynt að beita í tengslum við þessa umræðu þá þarf ekki að fara lengra en til Félags ungra bænda hér: http://www.ungurbondi.is/bondi/forsida/1-nyjustufrettir/313-frettatilkynning.html
Magnús Birgisson, 26.8.2011 kl. 11:38
Ef lögreglan fer fram á kjarabætur, nýtur hún stuðnings og skilnings hjá þjóðinni.
Ef leikskólakennarar fara fram á launahækkun mælist stuðningurinn 93% meðal landsmanna.
Ef bændur fara fram á kjarabætur rís Samfylkingin upp á afturlappirnar og ræðst á þá með kjafti og klóm.
Þórólfur hefur ítrekað komið fram sem talsmaður skoðana Samfylkingar, þótt hann dulbúi sig með hatti fræðimannsins.
Ástæðan fyrir árásum á bændur er ekki sú að menn vilji neita þeim um mannsæmandi kjör, heldur hitt, að þeir eru á móti inngöngu í Evrópusambandið. Því skal nýta hvert tækifæri til að ráðast gegn þeim og gera þá tortryggilega. Gildir þá einu hvort Þórólfur hafi jafn rangt fyrir sér og í Icesave, bara ráðast á bændur. Aftur. Og aftur.
Stóri sóðaskapurinn í þessu er að þannig skuli rekinn fleygur milli bænda og annarra stétta.
Haraldur Hansson, 26.8.2011 kl. 12:28
Sæll Gunnar,
ágæt skrif hjá þér þó ég sé ósammála þér varðandi það að Þórólfur Matthíasson sé að tjá sig um landbúnaðarkerfi með sínum rökum og túlkunum, ef hann vill tjá sig um málefni líðandi stundar er mönnum fyrir bestu að vita um hvað þeir eru að tala, hafa rétta vitneskju á milli handa og nota ekki gamlar upplýsingar og gróusögur sem vopn.
Varðandi það að styrkjakerfi sé til hins verra fyrir land og þjóð vill ég setja inn eftirfarandi slóð um ágæti þess að styrkja bændur og hvað þjóðin sé að græða með því.
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1182616/?fb=1
Ef taka ætti burtu styrki sem bændur eru nú að fá máttu sætta þig við að sjá hærra verð í matvörubúðum, einnig vill ég benda á að bændur koma að litlu sem engu leyti að ákvörðun verðs. Allar upplýsingar um hvað bændur fá fyrir sína vöru er að finna á netinu. Aftur á móti gefa sláturafurðarstöðvar ekki upp sinn kostnað við slátrun sauðfés svo enginn veit hvað þeir eru að leggja á vinnu sína og ekki er heldur vitað hvað smásalar eru að leggja á vöruna er hún kemur í búðina. (Að mér best vitandi)
Einnig langar mér að vísa í aðra grein þar sem Þórólfi er svarað og bent á nokkrar af mörgum staðreyndarvillum sem hann er duglegur að gera sig sekann um.
http://timinn.is/uppljostrarinn/threfoeld_hagfraedivilla_%C3%BEorolfs.aspx
Einnig langar mér að benda þér bændaforrystan hefur verið dugleg við að svara skítkasti herra Þórólfs og illa rökstuddum málflutningi hans með áreiðanlegum rökum.
Að segja þess vegna að Þórólfi hafi ekki verið svarað er (alls ekki illa meint) tómt rugl. Fjölmiðlar landsins hafa því miður verið duglegir að vinsa út hvað fær og hvað fær ekki að fara í fréttir er "æsifréttamennska íslenskra fjölmiðla" til þess fallin að gleypa með húð og hári allt sem menn tengdir ríkisstjórn segja en hlusta ekki á og hvað þá koma á framfæri mótsvörum þeirra aðila sem tengjast málefnum hvað mest. Hefur Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, svarað Þórólfi og nánast "étið hann" með góðum svörum. En ekki var vakin mikil umræða um það. Má svar grein hans sjá hér
http://bbl.is/index.aspx?GroupId=38&TabId=46&NewsItemID=6132&ModulesTabsId=191
Axel Sigurðsson, 26.8.2011 kl. 14:12
annars gerði ég þau leiðu mistök að ég sagði sæll Gunnar en ætlaði að beina orðum mínum til Jóns Atla
Axel Sigurðsson, 26.8.2011 kl. 14:19
Mér fynst full ástæða til þess að minna Þórólf Matthíasson á máltækin. ,,Maður lýttu þér nær,það liggur í götunni steinn" og þennan. ,,Ekki eru allar syndir guði að kenna" Ég velti því fyrir mér. Hver er útfluttningur á Háskólamentuðu fólki vegna þess að ekki eru til störf fyrir það í landinu ? Hvað skyldi vera hægt að lækka framleiðslu kostnað í landinu ef enginn væri á hærra launum en Forsætisráðherrann ? Einusinni las ég það í blaði að á sama tíma meðan íbúar Gautaborgar í Svíþjóð létu sér næga 3 fermetra af verslunar og skrifstofuhúsnæði á íbúa þá komust Íslendingar af með minna en 30 fermetra á íbúa sé þetta svona enn þá mætti kanski spara þar ? Hverning stóð á því að lærðir Hagfræðingar stöðvuðu ekki frjálshyggjufábjánaháttinn þegar fluttir voru inn útlendingar til að byggja hús sem engin þörf var á og standa nú ónotuð enn í ýmsu ásigkomulagi. Húsbyggingar og fleirra sem fjármagnað var með að minstakosti með vafa sömum hætti þó ekki sé meira sagt ? Jafnvel gamlir karlar með nærri 70 ára gamalt barnaskólapróf sáu í hvað stefndi. Það mætti spýrja margra spurninga enn,en læt þetta duga núna.
Gissur Þórður Jóhannesson, 26.8.2011 kl. 14:48
Þeim fækkar stöðugt sem borða lambakjöt. Hvers vegna í ósöpunum skyldi það nú vera ?
Eyjólfur Sturlaugsson, 26.8.2011 kl. 17:58
Hvað fá bændur fyrir kílóið af lambakjöti? og hvað kostar það úr úr búð? Ég veit þar sem ég hef keypt kjöt beint úr sláturhúsi, áður en sláturleyfishafara hrifsuðu til sín öll leyfi til slátrunar, og þar voru að minnsta kosti 14 flokkar af kjöti til bænda. Hvar eru þessir 14 flokkar þegar kemur í búðirnar?
Það er ekki við bændur að sakast heldur milliliði sem græða á tá og fingri. Þið eruð að hengja bakara fyrir smið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 18:06
Sæl Ásthildur,
Eru sauðfjárbændur að fá um það bil 484 kr/kg, en þeir Landssamband Sauðfjárbænda hafði stungið upp á að sláturleyfishafar greiddu 573 kr/kg.
Annars eru til ansi margir flokkar þar sem kjöt er verðfellt til bænda ætla ég að setja hér með slóðir inn á verðlista sem sláturstöðvar fara eftir við útborganir til bænda eftir að þeir hafa selt þeim gripina.
Er verðskrá Kaupfélags Skagfirðinga hér,
http://ks.is/afurdastodvar/kjotafurdastod_ks/verdlisti_til_baenda/saudfe/
Verðskrá SS er hér
http://www.ss.is/til_baenda/afurdaverd/saudfe/
Einnig langaði mér að benda fólki á það, að bændur ráða engu um hvað kílóið er selt á út í búð, þeir selja kindurnar og lömbin til sláturstöðva, fá borgað eftir þvi sem verðskrá sláturstöðvarinnar segir til um og hafa ekkert um verðið í búðinni að segja. Þeir koma heldur ekki nálægt ákvarðanatöku þessara verðlista (að mér best vitandi) heldur eru það yfirmenn sláturstöðva sem hafa sumir litla tengingu í búrekstur.
Axel Sigurðsson, 26.8.2011 kl. 19:38
Það er algengur misskilningur að gagnrýni á landbúnaðarkerfið á Íslandi sé einhver ársás á bændur. Ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði ágætan pistil um þetta í blaðinu í dag.
http://www.visir.is/heilagar-aer-og-kyr/article/2011708269993
Það er rétt að Þórólfi hefur veirð svarað og í sumum tilfellum hefir verið farið hamförum í því. Það er líka rétt að ekki hafa öll gögn eða allar upplýsingar sem Þórólfur hefur vitnað í verið hárrétt. Hitt stendur þó eftir að það hefur engin hrakið niðurstöður hans enda flest sem bendir til þess að þær séu réttar í meginatriðum.
Bændasamtökunum og Landsamtökum sauðfjárbænda væri nær að reyna að stokka upp hið óhagkvæma og lélega landbúnaðarkerfi sem við búum við og kemur illa út fyrir bæði bændur og neytendur í stað þess að ráðast að boðbera illra tíðinda.
Það að reyna þá skoðanakúgun sem Landsamtök sauðfjárbænda reyna hér er ekkert annað en árás á tjáningarfrelsi í landinu og verður að bergðast við því að hörku.
Það sér engin ofjónum yfir launum bænda eins og Haraldur Hanson er að halda fram hér. Það er einfaldlega veirð aðgagnrýna kerfi sem meðal annars heldur bændum í lélegum kjörum og skapar hátt verð fyrir íslenska neytendur vegna þess að það viðheldur óhagkvæmni í landbúnaði.
Fyrir utan þetta þá er það alger svívirða að framleiðendur landbúnaðarafurða geti flutt afurðir sínar út að vild en íslenskri neytendur geta ekki keypt erlendar landbúnaðarafurðir. Sauðfjárbændur halda því fram að útflutningurinn sé aðeisn umframbyrgðir. Því er til að svara að það er eifnfalt mál að skapa umframbyrðir með því að hækka verðið í innanlandsmarkaði og minna þannig eftirspurninga. Spurningin er hvort ekki sé eðlilegt að gera kröfu til þess að matvælaframleiðsla sem er styrkt af skattborgurum og vernduð fyrir innflutningi sé öll seld á innanlandsmarkaði og verðið einfaldlega lækkað nægjanelga mikið til að hún gangi öll út.
Sigurður M Grétarsson, 26.8.2011 kl. 20:07
Sigurður Grétarsson;
Viltu lýsa því fyrir mér út á hvað hið meinta "óhagkvæma og lélega landbúnaðarkerfi" gengur. Það læðist að mér sá grunur að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að segja. Þú skalt einnig athuga að ALLAR innfluttar matvörur frá ESB, USA og stæðstum hluta Asíu eru niðurgreiddar og útflutningabættar af framleiðsluríki eða ESB í heild sinni. Þú vilt ekki greiða niður matinn sem hér er framleiddur, en sleikir út um og þiggur með þökkum að skattborgarar annara ríkja niðurgreiði innflutta matinn þinn.
Sigurður Baldursson, 26.8.2011 kl. 20:26
Takk fyrir þetta Axel, eins og ég hélt það er verið að hengja bakara fyrir smið. Bændur eru ekki sökudólgarnir heldur sláturleyfishafar, sem hafa skarað vel að sinni köku með fækkun sláturhúsa og þar með aukið dýraníð verulega, þegar dýr eru flutt landshorna á milli til slátrunar við ömurlegar aðstæður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 21:06
Notaði góða veðrið til að fara í berjamó með dóttur minni og hennar einarða varðhundi - Tobbu. Var þess vegna í góðum tengslum við landið og hlunnindi þess. Hef nýlega hámað í mig ber og rjóma.
Þakka ykkur góða og málefnalega umræðu. Þetta hefur verið fjörugasta umræðan á þessari síðu til þessa. Ágæti Axel, það er alveg ljóst að þú ert vel heima í þessari umræðu. Ég sagði nú ekki að engu hefði verið svarað, heldur að það ætti að vera létt verk að sýni Þórólfi villu síns vegar með rökum. Það vilt þú augljóslega gera. Sumir í hópnum tóku hinsvegar fram stórsleggjuna og beittu hótunum. Fyrri umræða hefur sýnt okkur að þetta er heit umræða og aðilar standa fast á sínu. Ég veit að sauðfjárbæmdur eru ekki ofsælir af afkomu sinni og ég vildi glaður borga meira fyrir lambakjötið ef ég vissi að þeir aurar færu til þeirra.
Jón Atli Kristjánsson, 26.8.2011 kl. 22:55
Sigurður Baldursson. Óhagkvæmni íslenska landbúnaðarkerfisins birtist í því að hér er viðhaldið kotbúum með óhagkvæman rekstur og á styrkjakerfið hlut í því. Ég hef aldrei haldið því fram að ekki ætti að niðurgreiða landbúnaðarvörur. Ég vil bara að það sé gert þannig að styrkjakerfið sé ekki dragbítur á hagkvæmni. Ég er líka á móti því að landbúnaður sé á einhvern hátt varinn fyrir samkeppni og að samkeppnislög séu ekki látin gilda um landbúnað. Þau eiga að gilda um alla framleiðslu.
Ég tel eins og Þórólfur að landbúnaur sem nýtur styrkja frá skattgreiðendum eigi að einskorða sölu afurða sinna á innanlandsmarkaði og lækka þá verðið ef innanlandsmarkaðurinn tekur ekki við allri farameiðslunni á því verið sem er til staðar og þannig auka eftirpurnina. Vilji menn flyta vörunrar út þá eiga menn að vera utan syrkjakerfisins.
Sigurður M Grétarsson, 27.8.2011 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.