25.8.2011 | 08:05
AÐ VERA BESTUR Í ÖLLU !
Á minni ævi hefur þetta hugtak, að vera bestur", einhvernvegin, komið inn í líf okkar. Nú er talað um súpermódel, súperlögfræðinga súper þetta og hitt. Allt gott um það að hafa heilbrigðan metnað fyrir sig og sína, en þetta að vera bestur, er orðið hluti af okkar menningu.
Í íþróttum hefur orðið til það viðhorf að ef þú vinnur ekki, ert í fyrsta sæti og færð gull,er allt ónýtt og ekkert gaman. Talar einhver um það í alvöru að hafa verið í öðru sæti. Gamli íþróttaandinn, að vera með og gera sitt besta, virðist ekki eiga lengur upp á pallborðið. Gífurleg pressa er sett á alla þátttakendur um þetta fyrsta sæti. Þegar um einstaklingsíþróttir er að ræða er þessi pressa sett á einstakling en í hópíþróttum deilist hún meira á hópinn. Til auka enn á þennan þunga er athyglin mest á þann sem vinnur, og mestur fjárhagslegur ábati er þar. Sá sem vinnur þarf svo að vinna aftur, halda sér á toppnum, hver vill tala við eða auglýsa fallna stjörnu.
Hvaðan er þessi menning mestur og bestur menningin komin ? Hvernig hefur þetta síast inn til okkar.
Ég ítreka að raunhæfur metnaður er góður. Enn þessi menning skapar í mínum huga eitthvað óeðlilegt ástand, ástand streitu, spennu og samkeppni milli fólks, egóið í fyrsta sæti. Í Japan eru sagðar sögur af því að börn fremji sjálfsmorð, vegna þeirrar pressu sem þau eru undir, t.d. um frammistöðu í skóla. Það eru nefnilega ekki allir afreksmenn, heldur bara venjulegt fólk. Ef reynt er að búa til úr þessu fólki eitthvað annað en það er skapar það ógæfu. Afreksfólkið er ágætt, enn venjulega fólkið er enn þá fjölmennari hópur. Þetta samkeppnisandrúmsloft sem skapast hentar ekki öllum. Venjulega fólkið á einnig tilkall til að menningin sé ekki alltaf að anda ofaní hálsmálið hjá því, þú ert ekki nógu góður vinur !
Ég held að allir uppalendur þekki þessa togstreitu. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Stóra viðfangsefnið er að þekkja sitt fólk, hvaða kröfur er raunsætt að gera. Reyndur kennari sagði, snillingarnir virðast nýtast illa, það eru þessir í miðjunni sem erfa landið.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.