24.8.2011 | 07:39
Viðskiptakostnaður-tækninýjungar.
GSM síminn hefur haft byltingarkennd áhrif á öll viðskipti og almennt líf okkar. Tímasparnaður við notkun þeirra er gýfurlegur og öflun upplýsinga auðveld hvar sem er í heiminum.
Þó enn sé dýrt að hringja úr og í GSM síma hefur sá kostnaður farið lækkandi. Það er gaman að rifja það upp að í Afríku, hafa menn sleppt úr einu stigi símaþróunarinnar, fastlínukerfið og hoppað beint yfir í GSM.
Það heldur ekki eins og þessi síma- og tölvuþróun sé hætt eða henni lokið, stórstígar framfarir eru enn í gangi. Þar sem símar, tölvur, myndavélar, sjónvarp og fleiri tæki eru að þróast í eitt tæki. Bráðlega kann innsláttur að heyra sögunni til þú talar við tækið. Internet símar hafa lækkað símakostnað gýfurlega, og nýjar ódýrar símalausnir bætast við nánast daglega.
Í mínum kolli hefur lengi verið uppi sú spurning, hver hafa áhrif þessarar þróunar verið á viðskiptakostnað og hvernig hefur hið augljósa hagræði og sparnaður skipst.
Ég sé ekki að fræðasamfélagið hafi haft mikinn áhuga á þessari spurningu. Áhugi minn beinist að því að þessi þróun hefur tekið 10-15 ár, eða tiltölulega stuttan tíma. Sparnaður í viðskiptakostnaði hlýtur að vera gífurlegur. Einnig má benda á að netið hefur búið til nýjar og einfaldari markaðsleiðir, en netið er m.a. lykillinn að þessari þróun.
Hefur þessi sparnaður komið fram í lægra vöruverði, meira vöruúrvali, eða meiri hagnaði fyrirtækja, en annars hefði orðið.
Spyr sá sem ekki veit.
Þó enn sé dýrt að hringja úr og í GSM síma hefur sá kostnaður farið lækkandi. Það er gaman að rifja það upp að í Afríku, hafa menn sleppt úr einu stigi símaþróunarinnar, fastlínukerfið og hoppað beint yfir í GSM.
Það heldur ekki eins og þessi síma- og tölvuþróun sé hætt eða henni lokið, stórstígar framfarir eru enn í gangi. Þar sem símar, tölvur, myndavélar, sjónvarp og fleiri tæki eru að þróast í eitt tæki. Bráðlega kann innsláttur að heyra sögunni til þú talar við tækið. Internet símar hafa lækkað símakostnað gýfurlega, og nýjar ódýrar símalausnir bætast við nánast daglega.
Í mínum kolli hefur lengi verið uppi sú spurning, hver hafa áhrif þessarar þróunar verið á viðskiptakostnað og hvernig hefur hið augljósa hagræði og sparnaður skipst.
Ég sé ekki að fræðasamfélagið hafi haft mikinn áhuga á þessari spurningu. Áhugi minn beinist að því að þessi þróun hefur tekið 10-15 ár, eða tiltölulega stuttan tíma. Sparnaður í viðskiptakostnaði hlýtur að vera gífurlegur. Einnig má benda á að netið hefur búið til nýjar og einfaldari markaðsleiðir, en netið er m.a. lykillinn að þessari þróun.
Hefur þessi sparnaður komið fram í lægra vöruverði, meira vöruúrvali, eða meiri hagnaði fyrirtækja, en annars hefði orðið.
Spyr sá sem ekki veit.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.