22.8.2011 | 08:06
Greiddir bónusar - sjúkdómur eða góðir viðskiptahættir.
Í öllu rekstri, fyrirtækja, stofnana, skiptir gott starfsfólk öllu máli. Það má með sanni segja að góður starfsmaður er gulli betri. Á uppgangstímum er hart barist um gott fólk og gilliboðin streyma inn. Fyrirtækin reyna að halda í sitt besta fólk, borga því vel og reyna að hafa það ánægt, svo það fari ekki burtu.
Ákveðnar stéttir og ákveðnir starfsmenn eru í stöðu til að stilla atvinnuveitendum sínum upp við vegg, annaðhvort fæ ég þetta eða ég er farin. Það er á þessum tímum sem bónustagreiðslunar blómstra. Hvort sem þær eru í formi kaupréttar á hlutabréfum eða peningagreiðslum.
Forstjórinn eða lykil starfsmenn eru the king og segja stjórnum og eigendum fyrir verkum. Það erum við sem búum til allan hagnaðinn fyrir ykkur, við viljum fá okkar hluta af kökunni annars .. Þessi staða er í reynd sjálftaka þessara aðila, það ræðst ekki við neitt. Topparnir taka mest, en vita sem er að þeir sem eru lægra settir verða að fá eitthvað, annars verður uppreisna á skútunni.
Þessi umrædda staða kallar á alveg tvöfalt launkerfi, föstu launin eru þarna sem gólf, en bónusarnir er það sem skiptir máli. Reyndar fer allt að snúast um bónusana. Horft til baka skapa bónusarnir andrúmsloft og viðhorf, sem ekki er hægt að líta á nema sem sjúklegt ástand.
Útreikningur bónusa er svo annar kapituli. Til eru kerfi fyrir fullkomlega eðlilega bónusgreiðslu, tengd árangri og afköstum. Má þar nefna kerfi í iðnaði og hjá okkur í fiskvinnslu. Þegar komið er að hlutum eins og þjónustu og t.d. bankaþjónustu vandast málið. Einfaldast er hlutdeild í hagnaði, en hvernig þeim potti er skipt er vandinn. Kaupréttarsamningar, hafa helst fallið í skaut æðstu stjórnendum. Í reynd eru þeir að semja við sjálfa sig, þar sem þeir ákveða upphafsgengi, sölurétt, eða jafnvel kaupskyldu fyrirtækisins sem þeir vinna fyrir. Stjórnir fyrirtækjanna hafa sýnt sig að vera veikar í þessum samningum.
Kröfuharka þeirra sem njóta bónusa, er vel þekkt. Það er einnig þekkt að þeir sem hafa aflað sér forréttinda láta þau ekki af hendi. Þar sem þessi umræða hefur veirð opinber og hávær, og hart er í ári, hafa bónusamenn" dregið sig inn í skel sína og lítið heyrist um þessi mál. Ég er ekki á móti því að góðir starfsmenn sem sannarlega búa til viðskipti eða tekjur fyrir sitt fyrirtækið fái umbun fyrir það, enn bónusakerfi gömlu bankanna var komið út í algerar öfgar.
Heldur einhver að nú hafi menn læknast af græðgi og sjálftöku. Tæplega, en nú er mögulega lag að ná einhverjum tökum á þessu. Göngum hinsvegar ekki svo langt að drepa eðlileg og sjálfsögð hvatakerfi, þar sem þau eiga við.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í upphafi voru bónusar hugsaðir sem afkastakvetjandi fyrir starfsfólk. Þá var eitthvað mælanlegt í vinnuferlinu, eitthvað sem starfsmaður gat haft áhrif á með dugnaði, mælt og síðan launauppbót ofaná laun greidd samkvæmt því. Þá gat sá sem var duglegur eða útsjónarsamur haft hærri laun en sá sem mætti til vinnu með hugtakið að vera "bara ráðinn upp að munni".
Síðar var svo farið að nota hugtakið "bónus" til að fela launahækkanir, oftast óháð getu starfsmanns til að hafa áhrif á bónusinn. Þar gátu þeir sem voru ráðnir upp að munni fengið jafn háa launabót eða jafnvel hærri en sá sem var duglegur til vinnu. Þá var dugnaðurinn til að hæla sjálfum sér fyrir yfirmönnum orðinn hærra settur en dugnaður til vinnu.
Þegar svo sum fyrirtæki fóru að finna upp á hinum ýmsu bónusum, s.s. mætingabónus, viðhorfsbónus, slysabónus og veikindabónus, varð ástandið fyrst virkilega sjúklegt!
Bónus sem mælir dugnað manna og umbunar mönnum fyrir hann er í sjálfu sér í lagi. Eðlilegra er þó að laun séu greidd fyrir ákveðna vinnu og til þess ætlast að menn skili henni af sér sómasamlega. Það á ekki að hafa laun miðuð við að menn skili hálfu verki og borga svo þeim sem vinna sína vinnu að fullu einhverja aukagreiðslu fyrir það.
Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd, sem margir urðu fyrir við hrun, að oftast eru bónusgreiðslu utan kjarasamninga og því í valdi atvinnurekanda hvort þær haldi eða ekki. Auk þess koma þessar greiðslur ekki inn í aðrar aukagreiðslur sem í kjarasamningum eru, s.s. yfirvinnutaxta, orlof og fleira.
Gunnar Heiðarsson, 22.8.2011 kl. 10:27
Sæll Jón Atli
Flestar fjármálastofnanir í heiminum sem greitt hafa gríðarlega bónusa hafa einnig fengið á kjammann þegar menn hafi farið full hratt í viðskiptum þannig að stofnunin þarf að afskrifa lán og eða afleiður.
Það besta sem ég hef sé enn í fjármálakerfunum er bann við skortsölu vogunnarsjóða og ætti þetta ekki að vara í 3-4 vikur eins og til stóð heldur alveg enda er tjónið sem þessir sjóðir geta valdið einni þjóð meiri en Bin Laden tækist. Hver man ekki eftir Warren Buffet sem tók skortstöðu á Breska pundið 1992 og keyrði landið niður og afrakstur hans varð alveg gríðarlegum líklega sá mesti í sögunni en sjálfur átti hann ekki von á svo miklu.
Ef bónusar eru eðlilegir eiga þeir að greiðast á öllum vinnumarkaðinum jafnt hjá læknum sem verkakonunni.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 11:56
Þetta var nú orðið svo klikkað í bönkunum að menn fengu bónusa fyrir að koma láni til kúnnans alveg burtséð frá því hvort hann gat borgað það til baka eða ekki
Landfari, 22.8.2011 kl. 21:31
Takk fyrir þessar færslur, allt satt og rétt. Það sem gerðist í bankaheiminum, var algert stjórnleysi. Mér finnst merkilegt hvað stjórnir þessara stofnana reyndust ónýta að koma einhverjum böndum á ástandið. Við munum einnig umræðuna í USA um að björgunarfé stjórnvalda til bankanna vildu þeir nota til að greiða eldri bónusa ! Ef stjórnirnar gátu ekki komið böndum á þetta, þarf aðhaldið að koma annarsstaðar frá.
Jón Atli Kristjánsson, 23.8.2011 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.