Áratugur pappírstígrisdýranna.

Einkavæðing bankanna varða 2003/2004. Í framhaldinu, stækkuðu þeir og stækkuðu ár frá ári. Sama mátti einnig segja um hið alþjóðlega bankakerfi. Innan þessara stofnana var höndlað með pappíra, hlutabréf, skuldabréf, afleiður og hvað þetta nú allt hét.


Íslensku bankarnir tóku stöðu í gömlum og grónum fyrirtækjum. Þeim var oftar en ekki skipt upp í eignarhaldsfélög og rekstrarfélög. Eigið fé fyrirtækjanna var leyst upp, hét á þeim árum að, fría dautt fé.  Eftir stóðu skuldug fyrirtæki, enda byggði kerfið að auðveldum aðgangi fjármagns.  Fyrirtækin þurftu ekkert að eiga, þau nýtt sér eignir ( leigðu ).  Ekki ósvipað því sem gerst hafði í bílaeign landsmanna, enginn átti að eiga bíl, aðeins að nota hann og greiða af 100% bílaláni.
Áhersla og ofurtrú þessa tíma var á verslun með verðbréfapappíra. Hvert pappírstígrisdýrið af öðru varð til. Hraði varð töfraorð, enginn komst nógu hratt milli staða, pappíranir biðu.

Það sem verður mér tilefni þessara skrifa er, aðdáun mín á þeim sem geta rekið eitthvað, fyrirtæki eða stofnanir.  Rekstrarmenn eru allt öðruvísi fólk, en pappírsfólkið. Rekstur krefst mikillar ögunar, dugnaðar og hagsýni sem ekki er öllum gefin. Góður rekstarmaður er jafnvel smásmugulegur í, jákvæðustu merkingu þess orðs.
Þegar pappírsmennirnir höfðu keypt heiminn, hvernig höfðu þeir hugsað sér að reka öll þessi fyrirtæki sem þeir höfðu keypt.  Er svarið að þeir höfðu aldrei hugsað svo langt. Þeirra leikvöllur voru pappíranir og það rof sem varð milli eðlilegs rekstrar og uppblásins pappírsgróða, var meinsemdin. Er ekki tími rekstrarmanna komin og þeirra gilda sem þeir standa fyrir. Allavega umhugsunarefni og lærdómur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er að mínu mati blogg ársins. Frábært. !

Sigurður Þorsteinsson, 23.8.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir það ágæti félagi.  Við erum væntanlega einir um áhuga okkar á þessu.  Fáar heimsóknir og gaman hefði verið að heyra eitthvað frá fræðasamfélaginu. Nei svo merkilegt er þetta ekki og enginn sýnilegur, sem borgar.

Jón Atli Kristjánsson, 25.8.2011 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband