Glæpamenn á götum evrópskra stórborga:

Óeyrðir blossa upp með reglulegu millibili á götum stórborganna.  Þetta hefur m.a. gerst í Bretlandi og Frakklandi.

Áhyggjuefni Breta er að á næsta ári eru Ólympíuleikar í London. Mikið er lagt undir, stórar fjárfestingar og ef ferðamenn koma ekki af ótta við óeyrðir, er þetta grafalvarlegt mál.

Stóra spurningin er hvort allir glæpamennirnir sitji bakvið lás og slá og málið sé leyst, eða hafa menn sett farg á ketilinn, og þegar þrýstingurinn eykst aftur, springur allt á ný í loft upp.

Voru það glæpamenn, sumir mjög ungir að árum, sem stóðu fyrir þessu, eða var þetta birtingarmynd óánægju fjölda fólks, þar á meðal ungs fólks, um stöðu sína og framtíð.

Ég vil taka það fram strax að ekkert er fjarri mér en réttlæta það sem gerðist á götum London, þarna voru vissulega glæpir framdir.  Hinsvegar er jafn ljóst að lögregla var ekki undir þetta búin, skipulag aðgerða var fálmkennt. Nýjar aðferðir upplýsingasamfélagsins voru notaðar til að skipuleggja óeirðirnar, allt lagðist þetta á eitt um að tefja skipulegar aðgerðir lögreglu.

Fjármál samfélagsþjónustunnar eins og löggæslu kom hér einnig inn í myndina, en eins og víða annarsstaðar hafa fjárveitingar til hennar verið skornar niður. Ekki er nokkur vafi á því að hlerunarmálin tengt News of the World, hefur veikt bresku lögregluna mikið.

Storminum hefur slotað í Bretlandi, og skúrkurinn fær vonandi makleg málagjöld. Stjónmálamenn bera af sér ábyrgð, þetta er ekki mér að kenna.

Hremmingar Breta, snúa þannig að okkur á Íslandi að við munum sjálf vel eftir búsáhaldabiltingunni og kvöldinu, þegar það munaði hársbreidd að í Reykjavík ríkti ástand og stjórnleysi eins og í London. Hvað
lærðum við það kvöld?





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband