Eðlileg gagrýni eða atvinnurógur.

Það eru margir að skrifa á Íslandi. Möguleikar til að tjá sig í rituðu máli hafa margfaldast. Það þarf að fylla öll þessi blöð og nú hafa netmiðlar bæst við. Á netmiðlunum eru langir listar um „ penna „ miðilsins. Eins og alltaf er það sem er krassandi mest lesið. Nú þarf engar getgátur um heimsóknir og lestur. Þetta má lesa við hliðina á skrifunum, svart á hvítu.

Þeir sem stunda þessi skrif af alefni, þurfa að mínu viti að vera ákaflega, frjóar og hugmyndaríkar manneskjur til að halda vinsældum, og hafa eitthvað vitlegt að segja.

Krafan um eitthvað „ áhugavert „ hefur leitt til þess að sumir þessir pennar, fara offari í skrifum sínum. Á ég þá sérstaklega við skrif um einstaklinga, sér í lagi þekkta einstaklinga.  Þetta er ekkert annað enn meinsemd í okkar samfélagi, sem þarf að berjast gegn. Ég leyfi mér að taka dæmi:

Gunnar Þ Andersen forstjóri FME er í hakkamaskínu nokkurra „ penna „.  Maðurinn hefur upplýst um aðkomu sína að umræddu máli þegar hann var starfsmaður Landsbankans. Stjórn FME veit allt um hans fyrri störf og réði hann samt. Það er í meiralagi langsótt að umrætt mál hafi einhver áhrif á núverandi starf hans.  Samt er hamast á þessum manni og hans persónu og hann gerður ótrúverðugur.  Starfi þessa manns má lýsa sem „ löggæslu „ í fjármálaheiminum. Viljum við mæla því
bót að allir sem koma að löggæslu, fái svona meðferð.

Þessi dæmi gætu verið fleiri, að ég tali nú ekki um stjórnmálamenn, en alhliða veiðileyfi hefur verið gefið út á þá stétt.

Rógsskrif á ekki að líða, og við öll eigum að berjast gegn því.  Okkar fámenni ættbálkur á líka
sérstaklega erfitt með að vinna út svona málum, vanhugsuð orð og skrif geta valdið djúpum sárum, sem geta verið lengi að gróa, eða mögulega gróa aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Agnar Guðsteinsson

Ótrúleg og ærumeiðandi rógskrif handbenda ákveðinna útrásarvíkinga gegn forstjóra FME. Líklega eru þetta að hluta til hræðsluskrif, næst muni FME taka þá fyrir. Það væri bara gott, farið hefur fé betra.

Geir Agnar Guðsteinsson, 17.8.2011 kl. 21:36

2 Smámynd: Gunnar Waage

Mér fellur þetta illa líka en þetta virðist ætla að verða þrálát iðja. Ég er sammála Geir Agnari, það má sjá suma af helstu leigupennunum ráðast að Gunnari þessa dagana.

Gunnar Waage, 17.8.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband