16.8.2011 | 08:15
Útrás, rót hins illa, eða öflun gjaldeyristekna.
Útrás er skammaryrði og ef þú varst útrásavíkingur, að ég nú ekki tali um einn af hinum 30, þá ert þú örugglega ekki góður maður.
Sá sem nefnir útrás er strax flokkaður sem draumóramaður, einhver sem ekki hafi enn læknast af 2007 veikinni. Það að ræða um útrás er því ekki uppbyggilegt og ég ætti strax að hætta þessum pistli mínum.
Í mínum huga snýst útrás um að nýta Íslenskt hugvit, nátturauðlindir og skapa gjaldeyri. Það má ekki með einhverjum öfgum drepa niður þennan vilja, heldur ber að hlúa að honum með öllum ráðum. Öll nýsköpun þarf fyrst og fremst þrennt:
- Nægilegt fjármagn,
- Víðtækan stuðning stórs hóps, sem talar upp þessa starfsemi og auglýsir hana hvar sem er,
- Nýsköpun byggir á frelsi og má ekki þvinga inn í einhvern ramma.
Það sem Ísland þarfnast í dag er aukin gjaldeyrissköpun í núverandi eða nýjum fyrirtækjum. Ef þetta getur sprottið úr okkar eigin jarðvegi, því betra, en erlend starfsemi eða samvinna við útlendinga þarf líka að eiga sér stað. Þessi starfsemi þarf að vera sem fjölbreyttust, iðnaður, þjónusta, verslun. Hvað sem öllu líður er margt að gleðjast yfir og það eigum við að þegar, hvar sem í flokki við erum. Tökum nokkur dæmi:
Bankastarfsemi: Var eitthvað að þeirri hugmynd, við gætum náð árangri í fjármögnun sjávarúvegsfyrirtækja á erlendri grund. Að við gætum fjármagnað orkuframkvæmdir, eins og t.d. jarðhitanýtingu, sem hluta af yfirburða þekkingu okkar á þessu sviði. Veitingarekstur: Einn af vinsælli
veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins er Saffran. Annar aðaleigandi þessara staða er amerískur að uppruna. Hann ætlar nú að fara með þessa viðskiptahugmynd til Ameríku og starta 5 nýjum veitingahúsum á næsta 1,5 ári.
Þeir sem stunda viðskipti ( útrás ) frá Íslandi hafa hinsvegar fundið það á eigin skinni, hvað ferðir og uppihald er dýrt, m.v. stöðu krónunnar. Kostnaður við einfalda viðskiptaferð getur hlaupið í hundruðum
þúsunda.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nú er Íslendingum bannað að fjárfesta erlendis nema þeir noti til þess fjármagn sem þeir áttu þar fyrir hrun. Nú er þetta í reglum en það á að festa í lög í haust.
Útrás er bönnuð.
Útrás Saffran hlýtur að hafa verið á þá leið að Saffran selur "franchise"(leyfi) til þess sem opnaði staðinn.
Lúðvík Júlíusson, 16.8.2011 kl. 09:39
Þetta er alveg rétt Lúðvík, og lýsir best öfgum í þessu. Þá erum við að gefa okkur að peningarnir komi héðan að heiman. Sem betur fer áttu og eiga menn og fyrirtæki erlendar eignir, og hafa lánstraust, þannig að ýmislegt er gerlegt. Mér hefur hinsvegar verið tíðrætt um smægð heimamarkaðarins og vöxtur og frmatíð felst í erlendri markaðssókn. Hvaða vit er í að setja þeirri starfsemi hömlur að ekki sé talað um bann.
Það var athyglisvert að þegar gamli Glitnir var að lána í Noregi, litu þeir á Noreg sem sinn heimamarkað.
Jón Atli Kristjánsson, 16.8.2011 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.