Að fara vel með hlutina, reynsla kynslóðanna.

Það skiptir vissulega miklu máli að fá hærri laun og auka tekjur sínar.  Það þekkja það hinsvegar allir eldri og reyndari, að það að fara vel með, og hyggja að útgjaldahliðinni, er besta leiðin til bættrar afkomu og ríkidæmis.

Þetta er einnig hægt að orða öðruvísi , þeir sem alla tíð ganga  um með gat á vasanum eiga auðvitað
aldrei aur. Þessi einföldu sannindi, að fara vel með, eru hinsvegar ekki mikið í umræðunni. Það er hamrað á eyðslu að þig vanti nú þetta, gylliboðin hjóma endalaust og alið er á endalausum þörfuð, og að þú eigir þetta eða hitt skilið.

Hafir þú alist upp við sparsemi og nýtni, hefur þér verið gefin verðmætt veganesti út í lífið. Kynslóðin á undan minni, átti svo sem engra kosta völ, það voru þeir tímar að allt varð að nýta til að komast af. 
Hugsið ykkur húsnæðisskort þess tíma. Gamlar kolageymslur voru nýttar sem íbúðarhúsnæði fram á stríðsárin 1940 og braggar fram um 1960.

Ef þú heldur eina einustu mínútu að þú getir ekki sparað, skaltu strax endurskoða þá afstöðu. Ég þekki fólk sem hefur sýnt mér hvað hægt er að gera með lítið milli handanna. Það líður engan skort og getur sparað.Vitandi um tekjur þess finnst mér þetta töfrabrögð.

Betri fjárhagsleg staða ræðst því ekki síst af útgjöldunum !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vel mælt Jón. Oftast er eitt fyrsta ráð í fjárhagslegri, endurskipulagningu fyrirtækja að skera niður útgjöldin. Oftast nær er það árangursríkari  leið en auka tekjur. Næsta skref er síðan tekjuaukningin, þegar hún er raunhæf. Þetta á einnig við um heimilin. Eins og þú segir réttilega, þær leiðir þurfa ekki að líða minni lífskjör. 

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: Agla

Mikið til í þessu, Jón.

Sparsemi og nýtni komu til af bráðri nauðsyn hér áður fyrr.

Með "velgengninni" virtist sú nauðsyn tilheyra sögunni en eftir "hrunið" er greinilegt að  svo er ekki.

Mér finnst furðulegt hvað lítið er um upplýsingar almennt til neytenda um hvernig þeir geti lækkað "rekstarkostnað" sinn.

Við erum með ráð þetta og ráð hitt og endalausar nefndir en ég hef hvergi rekist á neitt sem bendir til þess að neinn "aðili" telji það innan síns verkahrings að benda okkur  almenningi  á leiðir til að skera niður útgjöld heimila.

Höfum við einhverja nefnd sem hefur það á sínum verkahring að segja okkur hvernig við getum komist af með minni aur en við erum vön af hafa í buddunni eða á kortinu?

Kannski

Agla, 15.8.2011 kl. 15:32

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Neysluvísitalan ( Hagstofan ) er sett saman úr könnunum á neysluvenjum valinna fjölskyldna. Þar er að finna áhugavert viðmið. Neytendasamtökin er apparat sem hefur það markmið að vinna fyrir neytendur.  Sama má segja um verðlagseftirlit ASÍ.  Dr. Gunni er á okurvaktinni með vef sinn. Annars er þetta mögulega í of mörgum hornum og þyrfti að samræma.

Jón Atli Kristjánsson, 15.8.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband