12.8.2011 | 10:51
Fasteignafélög og vinnureglur þeirra.
Fasteignafélög spretta upp eins og gorkúlur á haug. Bankar og fjárfestar stofna slík félög og nú vill Íbúðalánsjóður bætast í hópinn. Þessi félög eiga annað hvort atvinnu- eða íbúðarhúsnæði eða
hvorttveggja.
Ef þú skiptir við svona félag, er gerður leigusamningur, og í þessum samningi er einhverskonar verðtryggingaávæði. Þessir samningar eru eftir atvikum tímabundnir og í þeim eru uppsagnarákvæði.
Í stuttu máli má segja að leigusalinn tryggði sig í bak og fyrir, gagnvart breytingum á markaðsleigu og verðbreytingum. Ljóst er að þessi félög og vinnureglur þeirra festa enn í sessi verðtryggingu, þvert á yfirlýstan vilja stjórnvalda um afnám verðtyggingar.
Hlið leigutakans er að tekjur hans hafa almennt lækkað og fasteingaverð hefur verið á niðurleið, sérstaklega á atvinnuhúsnæði. Leigutakar í atvinnurekstri hafa því séð húsnæðiskostnað sinn sem hlutfall af tekjum hækka ár frá ári, meðan fasteignafélögin tryggja sig.
Leigutakar í atvinnurekstri geta ekki endalaust velt hækkunum, launa- og húsnæðiskostnaðar út í verðlagið. Ekki má gleyma ríkinu og fádæma hugmyndaflugi þess í aukinni skattlagningu. Það hafa heldur aldrei þótt mikil búhyggindi að blóðmjólka kúna. Þessir aðilar gefast á endanum upp og hætta, öllum til tjóns.
Hugmyndafræði fasteignafélaganna er m.a. stærðarhagkvæmni og geta til að hugsa til langs tíma.
Stjórnendur þessara félag þurfa því að geta stigið ölduna með kúnnunum sínum í því ölduróti sem nú geisar.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hER ERU ALLIR AÐ REYNA AÐ HAGNAST- FLJÓTT- OG ÁN SAVISKU- Þvímiður Ítalska mafian gæti lært margt af Íslenskum ráðamönnum !
Erla Magna Alexandersdóttir, 12.8.2011 kl. 21:17
Góðan daginn! Já það er hreint hneyksli hvernig þessum málum er fyrir komið og að ekkert skuli vara gert til að laga þetta. Ég heyrði að þegar bankarnir fóru að lána 100% til íbúðarkaupa, það var fyrir hrun, þá stofnuðu þeir fasteignafélag til að halda utan um þær eignir sem fólk gæti ekki borgað af, rétt eins og þeir hefðu gert ráð fyrir því fyrirfram og búið sig undir að taka yfir þessar eignir. Hvort sem þetta er satt eða logið er framkvæmdin þannig að maður freistast til að halda að þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið þar sem eignarstaða Íslendinga var með því hæsta í Evrópu.
Ég hef fyrir því góðar heimildir að fólk sem gerði tilboð í eign uppá 34millj (eignin var metin á 38millj) var hafnað en síðan selt til kunningja eins af topp starfsmanni bankans á 28 millj enda var þetta hús á mjög góðum stað og verulega fínt hús. Íbúðalánasjóður hagar sér ekkert betur, kunningjafólk mitt gerði tilboð í eign hjá sjóðnum en var hafnað, það bað þá um að fá leigt en því var einnig hafnað. Ef hinsvegar beðið er um handónýtar eignir þá er verðlagið þannig að það mætti halda að enn væri árið 2007 en þeir eru samt fúsir til að selja þær eignir vitandi að þeir þurfa að henda stórfé í þær eignir til að halda þeim í söluhæfu formi.
En einu megum við ekki gleyma í umræðunni og það er að húseigendur sem leigja eignirnar sínar eru margir að lenda í stórtjóni, fólk gengur illa um og eyðileggur jafnvel eignirnar svo oft er meira tap af að leigja þó leiguupphæðin sé hærri en afborganir lána dugar það ekki til í sumum tilfellum, húseigendur eru mjög illa varðir í lögum gagnvart leigutökum,því miður.
Sandy, 13.8.2011 kl. 07:39
Það eru ýmsar hliðar á þessum málum. Það er augljóslega að verða miklar breytingar á húsnæðismarkaðnum og leiga að verða algengari. Hvort þetta er tímabundið eða varanlegt er erfitt að segja. Sjálfseignarfyrirkomulagið hefur verið hér ráðandi. Ég held að það sé jákvæð þrónun að bjóða upp á fjölbreytileika og fleiri úrræði. Til að leigumarkaður öðlist hér fastari sess, þurfa leigutakar að öðlast tryggari stöðu og leigusalar að leggja sitt að mörkum til að sú staða skapist.
Jón Atli Kristjánsson, 13.8.2011 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.