10.8.2011 | 07:55
Flutningur verkefna til sveitarfélaga.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar sitja nú við gerð fjárlagafrumvarps næsta árs. Þar blasir við mikill vandi að þeirra sögn, ríkið þarf að skera niður.
Til að leysa þennan vanda hefur mönnum dottið það snjallræði í hug að flytja verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hvernig það eitt og sér sparar eitthvað er venjulegu fólki fyrirmunað að sjá. Felist í
þessu hagræðing er allt gott um það að segja en þau rök eða útreikningar fylgja ekki með í umræðunni.
Sveitarstjórnir eiga að gjalda mikinn varhug við þessari umræðu. Reynslan varðar þennan veg, verið er að velta vanda fyrir á oft vanburða sveitarfélög, vandinn er aðeins fluttur til. Fjármagn sem fylgir
pakkanum frá ríkinu, er yfirleitt vanmetinn, mögulega ekki vísvitandi en í reynd.
Það vantar einnig klára hugsun í þennan flutning:
- Ríkið hefur viðkomandi málaflokk undir einum hatti. Yfirsýn ætti því að vera betri, kostnaður takmarkast við stöðu ríkissjóðs, en ekki þarfir. Allir fá jafn mikið eða jafn lítið. Flytjist málaflokkur til
sveiarfélaganna er þessi málaflokkur kominn á 70 hendur. Lög skulu nú túlkuð til hins ítrasta, og nú
standa vinir og félagar heima í héraði, andspænis hvor öðrum, og hver ætli menn að staða sveitarsjórnarmannanna sé í þessari baráttu, - Við flutning verkefna skapast sú staða að hagsmunaaðilar vilja nú fá meira. Ríkið hefur sakir blakheita ekki getað gert það sem átti að gera og hefur farið á ystu mörk í túlkun laga. Nú er lag að rétta á merinni,eftir langvarandi basl og píslargöngu hagsmunaaðila,
- Hjá ríkinu er enginn samanburður. Strax og málaflokkurinn er kominn til sveitarfélaganna, kemur upp staðan hjá sveitarfélagi X er þetta í fínu lagi, en hjá okkur Y er aldrei neitt hægt að gera.
Það vantar peninga í fjöldan allan af góðum verkefnum. Að flytja þau úr vinstri vasanum í þann hægri skapar enga nýja peninga. Umræðan um hagræðingu er oftast skálkaskjól meiri útgjalda og í flestum tilfellum ekki studd nokkrum útreikningum eða áþreifanlegum aðgerðum. Þannig eiga sveitarstjórnmenn ekki að láta plata sig einn ganginn enn.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.