11.8.2011 | 08:00
Er ný kreppa á leiðinni.
Ég held að það sé réttara að taka þannig til orða að kreppan frá 2008 er ekki búin. Einnig má orða þetta þannig, að hún var aldrei kláruð. Gífurleg verðmæti glötuðust í þessari kreppu. Nægir þar að benda á fasteignamarkaðinn og fasteignaverð, sem hefur fallið mikið og ekki séð fyrir endann á því falli, eins og t.d. í USA.
Eins og við upplifðum á Íslandi, þegar hulunni var lyft af stöðu okkar bankakerfisins, þá átti það sama við í öðrum vestrænum löndum. Reyndar var fjármálakreppan 2008 alþjóðleg, þrátt fyrir að margir telji upphaf hennar á Íslandi. Glansmyndin reyndist vera froða og ótrúleg misbeiting valds og áhrifa leit dagsins ljós. Okkar bankakerfi fór á hausinn, hægt var að moka flórinn, leið sem ekki var farin annarsstaðar, þar sem fjármálakerfinu var bjargað , mest með opinberu fé. Þrátt fyrir að gífulegu fjármagni væri varið í þessa björgun, var það einfaldlega ekki nóg. Það er að koma fram núna, hreinsunin í fyrstu umferð var ekki nægileg. Í efnahagslegu tilliti er miklu auðveldara að stækka enn minnka, sérstaklega ef þú ræður yfir peningaprentuninni.
Best væri fyrir alla að sú aðlögun sem þarf að verða gerist á nokkrum tíma. Bankar þurfa að afskrifa miklar fjárhæðir, þeir þurfa einnig að hreinsa til í kerfum ( derivatives ) sem þeir hafa búið til. Verðmat fyrirtækja þarf að vera í jafnvægi, og húsnæðisverð þarf að aðlagast greiðslugetu almennings. Ýmis ríki verða einnig að taka til hjá sér.
Í dag er einnig auðvelt að tala sig inn í kreppu. Endalaust tal og fjölmiðlaumfjöllun um vandamál og vesöld, getur auðveldlega leitt til kreppu. Traustið hverfur og fjármagnseigendur grípa til örþrifa ráða, sem aðeins magna vandann. Ekki er verið að tala um neina leyndarhyggju, heldur skilning á eðli hins opna hagkerfis, sem stýrist af væntingum og mati fjölmargra aðila. Ábyrgð þeirra sem um þessi mál fjalla er því mikil og að sú umfjöllun byggi á traustum upplýsingum og vönduðum gögnum.
Ísland.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.