9.8.2011 | 07:53
Sameiginlegur vinnumarkaður - blessun eða böl.
Hluti af EFTA samningi okkar er aðlid okkar að sameiginlegum vinnumarkaði EFTA og ESB ríkjanna.
Á uppgangstímum síðasta áratugs, virkaði þetta þannig að hingað flutti erlent vinnuafl í stórum stíl. Þegar botninn datt úr uppganginum, snérist dæmið við. Nú liggur straumurinn út og einhver gæti sagt, þvílík guðsblessun, að framtakssamt fólk á einhverja kosti, heldur enn kúldrast hér heima án atvinnu og þiggjandi bætur. Í stöðu okkar í dag njótum við nú samningsins.
Leið okkar virðist liggja til Noregs, en okkar fólk dreifist víða. Mjög áhugaverð er umræða um atvinnumöguleika okkar í Kanada.
Hvað um það að þetta góða fólk, sem nú vinnur erlendis, sé okkur glatað og komi ekki aftur til Íslands. Vissulega er sú hætta fyrir hendi og við þekkjum fyrri bylgjur, eins og flutningur iðnaðarmanna til Svíþjóðar um 1970. Margir þeirra settust þar að til framtíðar. Margar stéttir eru í þeirri stöðu að menntun þeirra er alþjóleg. Tæknilega er vinnumarkaður þessa fólks - heimurinn.
Læknar og tæknumenntað fólk kemur hér upp í hugann.
Þannig má segja, að fyrir Ísland sé eina leið okkar til að halda í okkar góða og vel menntaða fólk, að hér höfum við eitthvað að bjóða, sem það sækist eftir. Aðra vörn höfum við ekki nú eða í framtíðinni. Fjöldi fólks hefur einnig búið erlendis um lengir eða skemmri tíma. Þetta fólk hefur séð heiminn og alið upp börn sín, sem alheimsborgara, sem hafa víðari sýn en að nafli alheimsins sé Ísland.
Ég vona svo að á endanum skili allt þetta góða fólk sér aftur heim til okkar á Fróni. Þekki sjálfur þá sterku taug sem togar okkar sífellt hingað. Hvað það iljar um hjartarætur, þegar lent er í Kelfavík, og flugfreyjan, segir í hátalarann, " velkomin heim klukkan er... "
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Atli því miður er það aðeins hluti fólksins sem kemur aftur. Við ættum að þurfa á öllu þessu fólki að halda. Oft hefur verið reikað út hvað hver einstaklingur kostar og ef viðkomandi glatast þá er það fjárhagslegt tap samfélagsins. Því miður fer öll orka þessarrar ríkistjórn í það að togast á um atvinnutækifærin og þegar upp er staðið blasir aðeins meira hrun við.
Fyrir nokkrum dögum kom til mín maður rétt rúmlega þrítugur. Bróðir hans flutti í febrúar út til Noregs. Hann er frumkvöðull en stóð uppi án verkefna hér heima. Hann hélt dagbók og tók fullt af myndum. Um miðjan júlí kom hann heim og bauð 28 á fund þar sem hann lýsti dæminu og dreyfði skriflegum upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum þessa manns eru afþessum 28 eru 24 á leiðinni til Noregs með fjölskyldur sínar.
Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2011 kl. 23:59
Sæll Sigurður. Dapurleg saga enn örugglega sönn. Þær fréttir sem ég hef eru af miklu betri lífskjörum og öryggi. Fólkið sem er í norður Noregi, heldur mjög stíft saman og hjálpast að. Þú ert sérfræðingur í atferli ríkisstjórnarinnar, þjóðin sér hvað hún hefur, og enn skal bætt í skattaáþján að því er virðist.
Jón Atli Kristjánsson, 10.8.2011 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.