8.8.2011 | 07:42
Þjóðin á að eiga einn ríkisbanka.
Það er stjórnmálaleg sannfæring sumra að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem einkaaðilar geti séð um. Jafnframt eru ýmis fræðileg rök fyrir því aðeinkarekstur sé hagkvæmari en ríkisrekstur.
Næsta álitamál um bankarekstur er hvort, hann lúti sömu lögmálum og annar rekstur, eða lögmálinu um hámarksarð til eigenda sinna. Þarna þarf augljóslega í umræðunni að skilja á milli viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. Fjárfestingabankar eru í reynd allt öðruvísi fyrirtæki en viðskiptabankar og almenn lögmál rekstrar eiga við um slíka banka. Viðskiptabankar og sparisjóðir eru í eðli sínu öðruvísi fyrirtæki.
Fjármálakreppa heimsins, og fall íslensku bankanna 2008, hefur sýnt okkur svart á hvítu eðlismun bankastarfsemi. Lærdómur þessarar sögu er að bankar eru ekki nein venjuleg fyrirtæki. Hlutafélög - fyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð, sem lifa og deyja í ölduróti viðskiptalífsins. Aldeilis ekki, reikningur vegna reksturs þeirra og áhættusækni, hefur verið sendur almenningi, með margvíslegum hætti, þó helst í gegnum hækkaða skatta og auknar álögur. Fyrirkomulag bankastarfsemi er því ekki einkamál viðskiptalífsins, alla vega ekki meðan beint samband er við buddu almennings. Í dag eru allar bankainnstæður á Íslandi tyggðar af sameiginlegum sjóði okkar ríkissjóði.
Peningalegur sparnaður fólks í bönkum eða lífeyrissjóðum eða hvar sem hann er verður að vera tryggður. Eigendur þessa sparnaðar verða að geta treyst þessum vörsluaðilum. Eigandi fjármagnsins getur að sjálfsögðu tekið áhættu að vild, en með því að leggja fé inn í banka, er hann í þeirri trú að hann sé ekki að taka neina áhættu. Hann verður að geta treyst þessu, annars verður enginn sparnaður til.
Þegar íslensku bankarnir voru einkavæddir 2003, voru miklar væntingar tengdar þeirri hugmyndafræði og nýjum eigendum. Staða mála 2008 var með sama hætti stórkostlegt áfall, hugmyndafræðilega og rekstrarlega.
Lærdómurinn að mínu viti er að ekkert er annaðhvort eða. Við eigum að blanda saman rekstrar- og eignarhaldsformum. Oftrú á stærðarhagkvæmni var augljós. Þegar allt var komið í kalda kol var aðeins eitt afl til bjargar, og sem allir biðluðu til og það var ríkið. Okkar sameiginlega eign og sjóður, auk sameiginlegs sparnaðar fjöldans - lífeyrissjóðirnir.
Varðandi bankarekstur, þá á ríkið - við að eiga einn viðskiptabanka. Honum á að vera faglega stjórnað, þar eiga stjórnmálamenn ekki að raða sér á jötu.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek alveg undir með þér Jón Atli. Einn ríkisbanki veitir aðhald. Mjög góð og tímabær hugleiðing.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2011 kl. 15:36
Nákvæmlega sammála þessu Jón Atli. Og þörfin á þessu er enn meiri hjá litlu samfélagi eins og Íslandi heldur en hjá milljónaþjóðunum.
Þórir Kjartansson, 8.8.2011 kl. 16:12
Takk fyrir þetta innlegg. Íslandsbanki og Arion banki eru í eigu erlendra aðila, sem kaupa og selja kröfur sínar þannig að sá sem á í þessu bönkum í dag, er einhver annar á morgun. Vilja fá arð af sinni fjárfestingu. Þessi hópur virðist manni vera eitthvað ópersónulegt afl, afl sem lítið er vitað um og hvað ætlast fyrir með okkur mörlandann. Umræðan um Landsbankann er að því mér virðist að hann verði seldur sem fyrst og það hafi ef eitthvað er, dregist vegna auraleysis Bankasýslunnar. Er nú öllu snúið á haus, ef vinstri stjórn er á hraðleið í einkavæðingunni. Erum við félagarnir þá svona forpokaðir að sjá ekki hið augljósa í málinu !!
Jón Atli Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.