Skuldavandi, þegar útgjöld og ábyrgð fara ekki saman.

Það er of nauðsynlegt að einfalda hlutina til að skilja þá. Vandi evrulandanna er að
stjórnmálamenn hafa ekki stjórnað löndum sínum af ábyrgð. Þeir vilja nú velta vandanum yfir á aðrar þjóðir í myntbandalaginu. Þeir sem eiga að borga kalla eftir aukinni ábyrgð þessara aðila og pólitískum leiðum til að koma í veg fyrir áframhaldandi óstjórn.

Í USA er sami vandi upp á borði. Sum ríkin hafa sogað til sín peninga langt umfram skatttekjur og alríkið á að borga.  Alríkið á að standa undir, allskonar þjónustu og bjarga heiminum í leiðinni, tekjur til þessa eru ekki til og allt fjármagnað með lánum.  Ábyrgðarleysið því í báðum herbúðum.  Til viðbótar er gríðarlegur uppsafnaður skuldavandi alríkisins.

Á Íslandi hafa mörg sveitarfélög farið offari í fjárfestingum og skuldasöfnun. Þjónusta hefur verið flutt frá ríki til sveitarfélaganna en skatttekjur ekki fylgt með. Þessi stefna hefur verið undir merkjum þess að sveitarfélögin séu betur til þess fallin að sjá um nærþjónustu við borgarana.  Þetta hljómar vel, en reyndin er sú að t.d. í skólamálum hafa útgjöld stórlega aukist umfram markaðar tekjur.  Sveitarfélögin hafa ekki staðist þá pressu, sem ýmis sérhagsmunaöfl hafa beitt þau, hafa í mörgum tilfellum reynst, auðvelt „ fórnarlamb „  Þegar ríkið hækkaði alla skatta í topp, var í reynd ekkert eftir fyrir sveitarfélögin nema niðurskurður það var ekki hægt að velt meiri yfir á fólkið.

Fari ekki saman pólitísk ábyrgð og fjármál er stefnt í vanda.  Dæmin hér að ofan sýna okkur þetta.  Þessi dæmi sýna okkur einnig skort á yfirsýn og tækifærismennsku stjórnmálanna, þar sem það virðist gilda að lifa af, hvað sem það kostar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög áhugaverðar hugleiðingar. Það er þetta ábyrgðarleysi sem einnig hefur sett mörg sveitarfélög innanlands á hausinn, eins og þú nefnir. Að vantar tilfinnanlega aðhald bæði frá fjölmiðlum og borgurunum.

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Geir Agnar Guðsteinsson

Sveitarfélögin hafa farið offari í fjárfestingum vegna þess að þeim mörgum hefur stjórnað óhæft fólk sem hefur komist til valda á röngum forsendum.Forsvarsmenn Álftanes komu sveitarfélaginu á vonarvol en eru ekki látnir taka pokann sinn eins og gert hefði verið við stjórnarmenn í öllum almennum fyrirtækjum. Forseti sveitarstjórnarinnar er meira að segja hafður sem ráðgjafi um björgunaraðgerðir og sameiningarferli við Garðabæ? Ég segir nú bara, hættið nú alveg, kenndi hrunið þessu fólki ekki nokkurn skapaðan hlut?

Eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga við sveitarfélögin kemur formaðurinn fram og segir að það þurfi að segja upp fólki vegna þess að sveitarfélögin ráði ekki við hækkunina. Lásu sveitarstjórnarmennirnir ekki innihald samninganna? Ekki gott dæmi umgóða stjórnsýslu heldur það ggnstæða, arfavont dæmi sem er sveitarstjórnarmönnum ekki til framdráttar.

Geir Agnar Guðsteinsson, 5.8.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband