22.7.2011 | 07:57
Hvað á ríkið að vera stórt?
Ég hef sýnt ykkur í fyrra bloggi mínum um þetta hvernig ríkið tekur sífellt stærri hluta þjóðarteknanna
til sín. Á 140 árum hefur hlutur ríkisins farið úr 10% í 50%
Stjórnmála - og embættismenn sýna einstakt hugmyndaflug í nýrri skattlagningu. Að embættismenn
séu hér liðtækir, er ósköp eðlilegt, ef farið væri að krukka í skatttekjur gætu þeir misst vinnuna.
Það er ástæða til að rifja það upp að reglulega kemur upp umræða um, að það verði bundið í
stjórnarskrá, hvað ríkisútgjöld megi vera hátt hlutfall af þjóðartekjum. Skattgreiðendur - fólkið hafi einhverja vörn fyrir ásælni ríkissins. Með öðrum orðum ég er tilbúinn að setja svona mikið í sameiginlega sjóð og ekki krónu meira.
Í stað þess eru þarfir ríkisins- fólksins óendanlegar. Það vita allir að ef þú ferð þá leið að taka tillit til allra bænarskráa eru bænirnar - þarfirnar endalausar.
Jóns Kristjánsson f.v. ritstjóri segir frá því að kona hans átti vitran hest. Hann hefði hiklaust kosið hann á þing. Í einni af sínum færslum fléttar hann saman skoðun einræðisherra Rómar og hestsins:
- Segja nei við öllum bænaskrám, þær eru bara sérhagsmunir,
- Hafa flatan skatt á öllu 20%,
- Að valdatími ráðamann sé ekki lengri en 2 ár. ( segjum 5 til vara )
Það getur vel verið að við þurfum að láta hest segja okkur það, en allir þurfa aga. Skortur á aga var dýrkeyptur lærdómum s.l. áratugar. Sá sem hefur þá stöðu að fara sífellt í tékkheftið þitt, er auðvitað agalaus, þar til þú segir hingað og ekki lengra.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka ágætur mælikvarði að skoða breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna og á fjölda þeirra sem starfa við að skapa verðmæti. Framleiðslustörf. Raunhagkerfi. Vörur; matvæli, iðnaður etc.
Búið er að eyða skattstofnunum og þegar þetta lið er spurt á hverju eigi að lifa er svarið, einum rómi:
"The service economy"
Guðmundur Kjartansson, 22.7.2011 kl. 22:21
Því miður förum við ekki reglulega yfir þessi mál. Ríki og sveitarfélög þenja út rekstur sinn, án þess að við hugleiðum hvort við séum á réttri leið. Svo koma stjórnmálamenn þegar reksturinn hefur tvöfaldast á fáeinum árum, og segja okkur að það sé ekki hægt að skera niður. Þá hækka þeir skatta. Við veitum þeim ekki aðhald.
Sigurður Þorsteinsson, 23.7.2011 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.