Lítil fyrirtæki, bakbein atvinnustarfsemi í heiminum.

Hvað er þá lítið fyrirtæki, starfsmenn 1-9.  Eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu er um
80% atvinnustarfsemi flestra landa á þessum lista, starfandi í litlum fyrirtækjum.

Lítil og stór fyrirtæki

Sé litið til opinberrar umfjöllunar um fyrirtæki, er þaðtrúa mín að þetta hlutfall sé alveg öfugt 80% umfjöllun ar og rannsókna fallistóru fyrirtækjunum í skaut. Þau hafa líka mörg hver burði og fjármagn til auglýsinga og hafa byggt upp öflug vörumerki.

Hvers vegna skiptir stærðin máli ?  Staðan í mörgum löndum er sú að fyrirtækjum er ekki leyft að stækka.  Hömlur erulagðar á stækkun með allskonar hindrunum. Ítalía er oft tekin sem dæmi þar sem stjórnvöld hafa tekið þátt í því að vernda minni fyrirtæki með allskyns hömlum á stærð. Þetta er hluti af spillinguí landinu. Bandaríkin eru með sama hætti tekin sem dæmi um meira frelsi, og fyrirtækjum er leyft að stækka.  Þar á bæ eru líka mörg öflugustu fyrirtæki heimsins.

Ef við lítum okkur nær, þá má nefna nokkur dæmi.  Til skamms tíma var lyfsöluleyfum úthlutað
til fárra, þeir sem þau fengu, var tryggð staða og skjól fyrir samkeppni.  Til var og reyndar er enn mikill skógursérleyfa, í flutningum, leigubílaakstri og svo má áfram telja.

Allt snýst þetta um það hvort um er að ræða samkeppni eðaekki. Margt á þessu sviði hefur breyst á s.l. 10 árum. Lyfsala er nú frjáls, enupp hafa risið fyrirtæki með marga útsölustaði. Á þessum markaði virðist verasamkeppni.  Vöruflutningar á landi, hafa þróast þannig að stór hluti flytjenda rann inn í stór fyrirtæki í eiguskipafélaganna, en þau eru 2 í landinu.

Í sjávarútvegi er þak ( um 10% ) á kvótaeign hverseinstaks fyrirtækis. Mjög mikilvægt ákvæði, sem setur ákveðnar hömlur ásamþjöppun í greininni. Margar atlögur hafa verið gerðar að þessu ákvæði, en ekkihefur þeim sem eru á móti tekist að brjóta það niður.

Í okkar 330.000 manna samfélagi, er spurningin um virka samkeppni, og stærð fyrirtækja,  tilefni
til stöðugrar árvekni og umræðu.  Hvað sem menn segja á hátíðarstundum um ágæti samkeppni eru önnur öfl, sem vinnagegn samkeppni. Ein af lexíum s.l. 10 ára er að dýrkun og ofurtrú á stærð getur verið hættuleg. Þetta var biblíaþeirra sem stýrðu fjármálum og fyrirtækjum „ útrásatímans „

Ég skal samt vera fyrsti maður til að samgleðjast yfirþví að á þessum sama tíma urðu til á Íslandi, fyrirtæki eins og Marel, Össur og Actavis, sem voru afsprengi þessarar hugmyndafræði. Glæsileg fyrirtæki, enhvert stefna þau í dag, til útlanda, Ísland er of lítið fyrir þessi fyrirtæki.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla..Takk. Við fjölskyldan rekum fyrirtæki sem heitir Fúsi ehf..Þar vinna að jafnaði 6 manns..en fleiri þegar mikið er að gera. Heimasíðan er Fúsi.is..

Bestu kveðjur.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.7.2011 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fusi.is.... :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.7.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Gaman að vita þetta, gangi ykkur sem best. Ég og félagar mínir rekum ráðgjafafyrirtækið Ráðgjafar ehf. Við eru 4-5 saman og erum í allskonar rekstrarráðgjöf fyrir fyrirtæki.  Þekkjum vel þetta umhverfi.

Jón Atli Kristjánsson, 15.7.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband