Ný störf á Íslandi - athafnaskáld vantar.

Þeir sem misst hafa vinnuna, geta í fæstu tilfellum fangið sömu vinnuna aftur.  Þessi aðilar þurfa að finna sér nýja vinnu, vinnu sem mögulega kallar á allt aðra færni en þeir hafa.  Þessi staðreynd er alkunn og réttir aðilar staðráðnir í að leysa málið.

Allir eru sammála um að atvinnuleysi er böl.  Stöðugt er kallað eftir nýjum atvinnutækifærum.  Það þarf svo sem ekki að endurtaka það en hvarvetna þar sem maður kemur erlendis, er sami vandi sama ákall.

Hver á að skapa þessa vinnu?  Margir horfa til ríkisins.  Hvað segir Þráinn Bertelsson alþingismaður nú í VG um þetta efni

„ Hvað varðar atvinnuuppbyggingu þá fæ ég gæsahúð þegar yfirlýstir einkaframtakssinnar byrja að væla um fyrirgreiðslu við atvinnurekstur, sérlög og undanþágur í stórum stíl og helst styrki líka. Grundvallarskylda ríkisins við atvinnulífið er að tryggja frið og öryggi og réttláta lagaumgjörð svo að framtaksamir einstaklingar hafi svigrúm til starfa. Ríkisstjórnin á ekki að búa til störf. Það eru nú þegar of margir sem starfa hjá ríkinu. Við þurfum fyrirtæki hérna sem geta borgað öðrum en forstjórunum mannsæmandi laun og við þurfum stórhuga athafnaskáld sem vilja sjá drauma sína rætast - en eru ekki stöðugt að reyna að upphugsa leiðir til að geta tappað af ríkinu."

Mikil sannindi, sem verða ekki betur orðuð, jafnvel þó íhaldsmaður ætti í hlut.  Það þarf einfaldlega athafnaskál á vettvang til að gera og breyta hlutunum.  Endalaust ákall um að það vanti stefnumörkun ríkisins í þessu og hinu,  og þess vegna sé ekki hægt að gera eitthvað, er ekki til í bókum athafaskálda.   Þannig fólk tekur af skarið.  Mér finnst ég sjá þetta gleggst í krafti ferðaþjónustunnar og einhverra hluta vegna kemur Siglufjörður upp í hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband