Kosningar á Íslandi.

Ég hef starfað við framkvæmd kosninga í 30 ár.  Hef verið svo lánsamur að kynnast þessum málum á nánast öllum sviðum.  Þegar ég lít til baka er reynsla mín þessi:
  • Á þessu sviði ríkir ótrúleg íhaldssemi. Ef einhver heldur að hún komi frá eldra fólki er það mikill misskilningur. Íhaldsermin kemur ekki síður frá ungu fólki,
  • Að eitthvað sé rafrænt er bannorð í þessum heimi. Rafrænar kosningar má ekki ræða, kosningin skal vera á pappír og ekki öðruvísi,
  • Vilji menn breyta einhverju þarf að vanda það verk og gefa því tíma. Byltingar eiga ekki við í þessum heimi.

Ég geri þetta hér að umtalsefni, því hópur fólks er á fullu, að upphugsa nýjar og róttækar leiðir í framkvæmd kosninga. Allt er þetta gert af góðum hug og í anda aukins lýðræðis.

Upplausn dagsins í dag og vonbrigði margra með útkomu liðinna ára er ástæða þeirra nýju hugmynda, sem nú fá byr undir vængi.  Stjórnlagaráð mun örugglega koma með sínar tillögur. Þjóðaratkvæði um hin margvíslegust mál eru til umræðu. Persónukjör og ýmsar breytingar á núverandi kosningakerfi eru til umræðu. Gerð var tilraun til róttækrar breytinga í framkvæmdinni í kosningum til Stjórnlagaþings.  Bæði var í þeim kosningum innleitt nýtt kosningakerfi, nota átti rafræna kjörskrá og miklar breytingar voru gerðar á kosningunni sjálfri.  Allir vita hvernig til tókst.

Allt er í dag að verða rafrænt.  Við lifum sannarlega á tölvuöld.  Við höfum meira að segja búið okkur til tölvuveröld.  Hvers vegna ekki rafrænar kosningar ?   Þegar ég ræði þetta við mér yngra fólk, tölvukynslóðina eru viðbrögð hennar þeim mun áhugaverðari, við viljum hafa kosningar á pappír.  Hvers vegna.  Minn skilningur er sá að unga fólkið veit mjög vel hvað hægt er að gera í tölvum.  Sá sem stýrir tölvunni getur látið hana gera hvað sem er !.    Svik í svona kerfi er í huga unga fólksins mjög auðvelt.  Tölvuveröldin er hættulegur heimur.  Pappír er raunverulegur.

Það er sammerkt nýjum hugmyndum í kosningaframkvæmd að þær eru flóknar m.v. núverandi kerfi.  Þær kalla flestar á rafrænt umhverfi til að þær verði framkvæmdar.  Við höfum bitið í skottið á okkur.

Mitt ráð til allra sem láta sig þessi mál varða, er að „ kúnninn „ vill enga róttækni. Hann virðist hugsa þannig, því að breyta því sem reynst hefur vel.  Er það ekki jákvæð íhaldssemi !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband