Nýja varðskipið okkar.

Þór

Skipið er smíðað hjá ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile og er fullkomnasta skipið sem þar hefur verið smíðað, bæði hvað varðar getu og tækniútfærslur. Dráttargeta skipsins er 120 tonn og ganghraði þess 19,5 sjómílur. Þór er búinn tveimur 4.500 kw aðalvélum, það er 4.2250 brúttótonn, 93,65 m að lengd og 16 m breitt. Varðskipið er hannað af Rolls Royce Marine í Noregi á grunni norska varðskipsins Harstadt sem norska strandgæslan hefur verið með í rekstri frá árinu 2005. Talið er að varðskipið verði eitt allra öflugasta björgunar- og dráttarskipið á N-Atlantshafi

Var í landhelgisgæslunni á mínum yngri árum. Man eftir því að þessi vera var það næsta sem ég hef komist heraga. Auðvitað var þetta ekki her, en þetta var og er lögregla hafsins. Hafði á mínum skólaárum verið öll sumur á fiskiskipum þannig að það voru veruleg viðbrigði að koma í gæsluna. Hugsa oft til þessa tíma og þeirrar mikilvægu vinnu sem unnin er í landhelgisgæslunni.

Það voru miklar fréttir 2004/2005 þegar umræða  um nýtt varðskip komust í hámæli.

Skipið var sjósett í apríl 2009 og síðan hefur lítið verið um það rætt. Þær fréttir sem síðar hafa komið er af óförum skipsins þegar risaalda gekk þarna á land vegna jarðaskjálfta úti fyrir ströndinni.  Skipið var þá í þurrkví, það fylltist af sjó hallaðist í kvínni og allt fór á annan endann.  Tjón á skipi  og vélbúnaði svo og öðru varð verulegt. Smíði skipsins er ekki enn lokið

Einnig eru fréttir um  hækkaðan smíðakostnað. Talan 1.100 m kr. er nefnd í þessu sambandi.  Smíðakostnaður samtals gæti þá verið um 7-8 milljarðar króna á gengi dagsins í dag.

Á saman tíma og verið er að smíða þetta nýja og dýra skip í fjarlægu landi, er ekki hægt að halda úti núverandi skipaflota landhelgisgæslunnar. Fjölmiðar hafa greint frá tilraunum til að leigja eitt varðskipið í erlend verkefni, en samningar við áhöfn hafa ekki tekist.

Hvernig hið nýja skip passar inn í þessa mynd og fjárhagsstöðu þjóðarinnar, hlýtur að vera öllum velunnurum landhelgisgæslunnar áhyggjuefni.

Verður það mögulega hlutskipti þessa skips að fara strax í leigu eða sölu erlendis vegna stöðu landhelgisgæslunnar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

ESB-báknið býður alveg sveitt eftir að "leigja" þetta skip í Miðjarðarhafið, enda hafa Íslendingar viðurkennt það að þeir hafi ekkert með skip að gera...............................

Jóhann Elíasson, 17.3.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Gaman að lesa þessa færslu.

kv   KP

Kristinn Pétursson, 17.3.2011 kl. 14:59

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er hér í Nýju Bedford þá gömlu góðu hvalaskipa höfn og var að segja vini mínum að Alaska menn hafa einn 50 ára gamlan kláf sem varðskip þ.e. Coast Guard sem er lítið stætti en gömlu varðskipin okkar. Hvernig ætlar gæslan að láta þetta borga sig þegar það er ódýrara að lofa skipum að stranda en að bjarga þeim.

Valdimar Samúelsson, 17.3.2011 kl. 18:49

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ætla að bæta við þetta skip er 67 ára gamalt eða frá 1944 og var afskráð frá coast Guard Mér sínist þeir bara notast við þyrlur í dag. http://coastguard.dodlive.mil/index.php/2011/03/queen-of-the-fleet-decommissions/  Hvað erum við búinn að fara í gegn um mörg skip. Meiri leppalúðarnir á Íslandi.

Valdimar Samúelsson, 17.3.2011 kl. 18:59

5 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þessar færslur, ætla að skoða þetta betur sem þú sendir Valdimar. Bestu kveðjur.

Jón Atli Kristjánsson, 17.3.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband