Um verðtyggingu, á hún að fara eða vera.

Verðtrygging byggir á einfaldri hugsun, ef ég lána þér krónu vil ég fá hana til baka með sama verðgildi og sú króna hafði sem ég lánaði þér.  Ekki krónu sem hefur 10% þess verðgildis sem ég lánaði.  Hvers vegna þessi krafa. Ég á tvo kosti með þessa krónu kaupa mér eitthvað strax (nýti þá núverandi kaupmátt hennar ) eða spara hana og lána þér hana. Ef ég hef ekki verðtrygginguna, þá fæ ég útvatnaða krónu til baka.

Þessi krafa mín er ekki ósanngjörn, en hvers vegna finnst þér hún svo ósanngjörn ?

  • Vísitalan sem mælir verðrýrnun krónunnar þinnar er algert rugl. Ef skattar hækka, eða olía hækkar, þarf ég að borga þér meira. Þú borgar mér í reynd ekkert meira, fleiri krónur já, en kaupmáttur þessara króna er minni. Ég hef ekki hagnast neitt, ég er einfaldlega jafn settur,
  • Þú vilt vera jafn settur, en sem t.d. launþegi er ég það ekki, enginn bætir mér verðrýrnun krónunnar. Ég skil þetta vel og hef alla samúð með þér, en okkar samningur er einfaldlega, ég lána þér krónu, þá raunkrónu vil ég fá til baka,
  • Þetta kerfi er ekki við líði annarsstaðar, hvers vegna hjá okkur? Mér er alvega sama um það, ég segi aðeins við þig ef þú vilt fá mína krónu til láns í 25 ár á Íslandi er þetta mín krafa. Þú ræðu hvað þú gerir.

Það má sannarlega spinna þessa samræður áfram.  Nú gerist eftirfarandi:

  • Lántakandinn hefur fengið í lið með sér þingmenn, sem vilja taka þetta varnarúrræði mitt frá mér, en í nafni hvað réttlætis?
  • Ég er tilbúinn að ræða breytingar. Ef ég fæ alltaf raunvexti ( vexti + verðbætur ) þá er ég jafn settur. Ef stjórnvöld ætla sér að vera með puttann í því hvað eru raunvextir þá er ég ekki með. Ég tel að með samningi um vísitölutryggingu sé ég betur settur, en eftir nefnda breytingu,
  • Ég fæ óþægilega tilfinningu þegar stjórnmálamenn tala um réttlæti og þróun, vil hafa mitt réttlæti tryggt á blaði, ekki að einhver hafi aðgang að mínum vösum.

Geti einhver sannfært mig m að við íslendingar höfum unnið fullnaðarsigur á verðbólgu þá liði mér strax betur. Sagan segir mér annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Verðtryggingin var sett á þar sem almenningur gat ekki treyst stjórnvöldum fyrir efnahagstjórninni. Verðbólgan fór hæst í um 150%, galið. Ef afnema á vertrygginguna þurfa vextir að hækka umtalsvert, eða setja stjórnvöldum stíf viðmið. Efnahagstjórnin var ekki góð, og er heldur ekki góð nú. Þess vegna þarf verðtryggingu innlána.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

... og útlana.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband