Myndasżning Ragnars Axelssonar.

Laugardaginn 12.2.2011 s.l.  var aš venju laugardagsfundur ( kl. 10-12 ) hjį Sjįlfstęšisfélagi Kópavogs, aš Hlķšasmįra 19.  Męting var góš eša um 50 manns.
Aš žessu sinni var gestur fundarins Ragnar Axelsson ljósmyndari sem sżndi okkur śrval mynda sem hann hefur tekiš sķšustu įratugi į noršurslóšum og sagši okkur frį sögunum į bak viš žęr.

Ragnar hefur fariš 27 feršir til Gręnlands.  Hann hefur kynnst gręnlendingum vel, fariš meš žeim ķ veišiferšir og deilt meš žeim sśru og sętu ķ žessum feršum.

Myndir hans eru ęgifagrar og sżna m.a. žį óblķšu nįttśru sem žarna er. Lķf veišimannsins er ekkert elsku mömmu lķf, hęttur allstašar, og til aš halda lķfi viš žessar ašstęšur žarf kunnįttu og reynslu, sem ekki er öllum gefin.

Ķ žessum mörgu feršum segist Ragnar hafa kynnst allavega leišsögumönnum. Miklum persónuleikum, sem hann myndi treysta fyrir lķfi sķnu, hvenęr sem er, og svo öšrum sem ęttu ekki aš vera ķ žessum bransa.

Ragnar sagši okkur margar ęsilegar sögur. Ein var į žį leiš aš hann og leišsögumašur hans lentu ķ aftakavešri.  Žeir voru į ferš į hundasleša žegar žeir keyršu allt ķ einu śt į glęran ķs.  Vešriš var žannig aš um leiš og žeir komu śt į žennan glęra ķs greip stormurinn žį og žeir runnu stjórnlaust eftir ķsnum ķ įtt aš opnu hafi. Hefši žeir lent ķ sjónum var daušinn vķs.  Ragnar sagši aš ęšruleysi gręnlendingsins hefši veriš ašdįunarvert.  Hann hefši spurt hann, hvaš gerum viš nś. Svariš var viš munum berjast.  Žegar allt slešaeykiš rann žarna stjórnlaust eftir ķsnum, greip einn hundurinn til sinna rįša. Hann rak klęrnar į framfótum, nišur ķ ķsinn. Smį saman dró śr feršinni, og aš lokum stoppaši öll halarófan. Allt hékk į hundinum.  Mönnum og hundum tókst nś aš mjaka sér ofurhęgt śtaf svellinu inn į svęši žar sem var snjór og allir höfšu einhverja višspyrnu.  Lķfinu var bjargaš.

Mjög skemmtilegur laugardagsmorgun meš Ragnari. Ragnar hefur gefiš śt bók meš myndum sķnum.  Įkaflega eiguleg bók, sem allir ęttu aš kaupa.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maķ 2025
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nżjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (26.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband