Stjórnlagaþingskosning, endurteking, uppkosning.

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar 29.11 s.l.   Mjög áhugaverðar umræður hafa farið fram um þennan úrskurð. Mér er til efs að aðrir úrskurðir réttarins hafi fengið viðlíka umfjöllun. Hin málefnaleg hlið gagnrýni á úrskurðinn, hefur að því mér finnst, verið vönduð og sett fram af þekkingu og reynslu.

Starfshópur stjórnmálaflokkanna og forsætisráðherra hefur verið að störfum til að kanna kosti í stöðunni.  Efst á blaði í þeirra vinnu er:

  • 1. Ný kosning,
  • 2. Alþingi kjósi þá 25 sem flest atkvæði hlutu í kosningunni til setu á Stjórnlagaþingi,
  • 3. Það nýjasta er svo endurupptökubeiðni, sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt.

Þessi vinna öll og pælingar er gerð í ákveðnu tímahraki  vegna áætlana um starfsemi þingsins.

Þegar horft er á fyrrgreinda kosti, eru nýjar kosningar, ein færa leiðin.

Vilji stjórnvöld ekki óhóflegan drátt á málinu þarf að einhenda sér í:

  • Endurskoðun á lögunum um stjórnlagaþing nr 90/ 2010, m.t.t ábendinga Hæstaréttar og annarrar reynslu af framkvæmdinni,
  • Einfalda þarf framkvæmd kosningarinnar og talningu. Þetta felur m.a. í sér að frambjóðendur verða þeir sömu, eða þeir sem vilja vera með út 522 manna hópnum. Raða skal í sæti 5-7 nöfnum.
  • Ákveða þarf nýjan kjördag og keyra málið í gegnum Þingið.

Með einfaldari útfærslu kosninganna, yrði kostnaði haldið í lágmarki. Reyndar á að hætta því að láta umræðu um kostnað trufla og tefja málið, þetta er eðlilegur kostnaður við lýðræðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband