Frábæra heilbrigðisþjónustu

Við íslendingar búum við frábæra heilbrigðisþjónustu. Að segja annað er hreint öfugmæli. Það er hægt að ná í lækni, nær hvenær sem er á sólahringum, lyf eru fáanleg, bráðamóttaka og sjúkrahús innan seilingar fyrir þorra þjóðarinnar.

Fréttir af þessum málaflokki eru hinsvegar þannig að halda mætti að allt sé í kalda koli, sjúkrahúsin greiðsluþrota, enginn mannskapur, og þeir sem vinna útþrælkaðir. Þeir sem hinsvegar þurfa að nota þessa þjónustu, mæta frábæru fólki, sem vinnur störf sín faglega og vel.

Við íslendingar viljum hafa góða heilbrigðisþjónustu og fólk er tilbúið að borga fyrir þessa þjónustu svo hún sé góð. Hver vill lenda í þeirri stöðu, ef ástvinir eiga í hlut, að ekki sé hægt að gera þetta eða hitt af því að ekki séu til nægir peningar. Já yfir höfum að einhver peningamælikvarði sé til umræðu. Undir þessum kringumstæðu viljum við allt hið besta, við viljum þá fá að borga það sem á vantar, ef það þá vantar eitthvað.

Þegar veikindi steðja að standa fjölskyldurnar saman. Fjölskyldur í dag eru miklu betur fjárhagslega stæðar en fyrir einhverjum áratugum, bæði í lausum aurum og eignum. Ef fjölskyldan þarf að búa til peninga, getur hún það, og sumir eru í dag auðugir. Vissulega er til hópur fólks sem ekki er í þessari stöðu og samfélagið á að hjálpa því fólki.

Við viljum að þetta kerfi okkar sé vel rekið og að vel sé farið með okkar skattfé. Valdatafl, hagsmunapot, og linnulaus sparnaðarumræða fer þessari þjónustu afar illa. Ég segi það aftur, þegar við þurfum á henni að halda er okkur yfirleitt ekki peningar í hug. Það traust og sá trúnaður sem er nauðsynlegur skaðast líka af þessari umræðu.

Við sem notum þessa þjónustu viljum fá hana og að hún sé tryggð. Ef þetta kerfi er "greiðsluþrota " eða kerfið rústast vegna sífellds niðurskurðar, verðum við neytendur, að hugsa okkar gang og tryggja okkur hana með einhverjum hætti.

Það er einfaldlega krafa allra að þetta frábæra kerfi verði ekki eyðilagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband