12.2.2011 | 15:31
Ljóskurnar klikka ekki !!!!!!!!!
Hún varð sér út um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif,
stól og hvað ekki.
Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fyrir úti á ísnum,
settist á stólinn og fór að bora.
Þá gall við rödd sem sagði: "Hér er enginn fiskur." Henni varð bylt
við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set.
Á nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora.
Og aftur gall við röddin: " Hér er enginn fiskur."
Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set. Og sem hún
byrjar aftur að bora gellur við röddin: "Hér er enginn fiskur."
Hún spyr með titrandi röddu.
"Er..., er þetta Guð?"
"NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinnar og hér er engan fisk
að hafa..."
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, nei þetta er nú ekki rétt eftir haft. Þetta var einn af bæjarfulltrúunum okkar í Kópavoginum, og var að kanna þykktina á ísnum. Tillaga liggur fyrir um skautahöll í Kópavogi. Hún var alls ekki að veiða fisk. Alls ekki. Þetta lítur vandræðalega út. Alls ekki.....
Sigurður Þorsteinsson, 12.2.2011 kl. 15:48
Góður:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.2.2011 kl. 16:16
Siggi minn, þetta er þín deild. Ég veit að þú er mjög vel inni í hugsunarhætti ljóshærðra bæjarfulltrúa og er þess alls ekki umkominn að leggja þar orð í belg !!
Jón Atli Kristjánsson, 13.2.2011 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.