Ljóskurnar klikka ekki !!!!!!!!!

Það var ljóska sem fékk brjálaðan áhuga á dorgveiði

Hún varð sér út um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif,

stól og hvað ekki.

Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fyrir úti á ísnum,

settist á stólinn og fór að bora.

Þá gall við rödd sem sagði: "Hér er enginn fiskur." Henni varð bylt

við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set.

Á nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora.

Og aftur gall við röddin: " Hér er enginn fiskur."

Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set.  Og sem hún

byrjar aftur að bora gellur við röddin: "Hér er enginn fiskur."

Hún spyr með titrandi röddu.

"Er..., er þetta Guð?"

 "NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinnar og hér er engan fisk

að hafa..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei, nei þetta er nú ekki rétt eftir haft. Þetta var einn af bæjarfulltrúunum okkar í Kópavoginum, og var að kanna þykktina á ísnum. Tillaga liggur fyrir um skautahöll í Kópavogi. Hún var alls ekki að veiða fisk. Alls ekki. Þetta lítur vandræðalega út. Alls ekki.....

Sigurður Þorsteinsson, 12.2.2011 kl. 15:48

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.2.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Siggi minn, þetta er þín deild. Ég veit að þú er mjög vel inni í hugsunarhætti ljóshærðra bæjarfulltrúa og er þess alls ekki umkominn að leggja þar orð í belg !!

Jón Atli Kristjánsson, 13.2.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband