Hvað vita börnin raunverulega um foreldra sína?

Sonur minn sagði við mig ekki alls fyrir löngu, pabbi viltu ekki setja fyrir mig á blað eitthvað um þig og þína ævi. Þó ég viti talsvert um þig þá væri gaman að hafa þetta á blaði.  Reyndar hafði þessi umræða byrjað fyrr á hans ættfræðiáhuga og upplýsingum um föðurafa hans.  Hann sagði mér jafnframt  að margir vinir hans vissu bara ekkert um foreldra sína.

Ég tók þessu öllu vel og settist við skriftir. Langaði að segja ykkur hvernig ég vann þetta:

  • Byrjaði á að lista upp öll ártöl, ævi minnar,
  • Fór svo yfir þennan lista og braut hann upp í nokkra flokka, æsku, unglingsár .. Hvar ég átti heima osfv.
  • Þegar hér var komið sögu, var þetta ekki aðeins ártalalisti, heldur flokkuð ártöl. Ég fór svo inn í einstök ártöl og skrifaði það sem ég mundi. Fór bæði afturábak og áfram í ártalalistanum. Út úr þessu kom eitthvað sem mætti kalla beinagrind af ævi minni,
  • Næsta skref var að halda áfram að fylla út í rammann. Hvað átti ég ef gögnum um sjálfan mig til þess meðal annars að hressa upp á minnið. Ýmislegt tíndist til þegar vel er leitað, en margt er tínt. Blessaðir séu þeir sem hafa haldið dagbók, eða skrifað eitthvað hjá sér með reglubundnum hætti,
  • Það kom mér á óvart hvað minnið hresstist sérstaklega ef eitthvað af gögnum hjálpaði til. Að geta gengið í fjölskyldu gagnabanka, eins og mömmu og pabba, eru forréttindi. Í mínu dæmi var það ekki kostur. Myndir og myndaalbúm eru góð fyrir minnið.

Ég skal segja ykkur það að mér fannst þetta allt mjög skemmtilegt. Guðsblessunarlega man maður það frekar sem gott er og jákvætt.  Þegar upp var staðið er þetta æviágrip mitt um 50 síður.  Ég klippti inn í það myndir til að lífga upp á ósköpin.  Sendi þetta svo stoltur til barnanna minna.

Vildi deila með ykkur þessari reynslu minni. Vilji maður gera eitthvað í þessu, verður það að gerast áður enn þú verður elliær. Nýjast samskiptatækni kanna að hjálpa börnunum okkar í þessum efnum. Við sem eldri erum þurfum að taka okkur tak áður enn það er orðið of seint !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér..Gaman að lesa!!

Kveðja frá Stafnesi..

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.2.2011 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband