Hundurinn, hún Tobba.

Er stundum treyst fyrir því að passa hund dóttur minnar.  Það er 4 mánaða tík, dverg snáser.

Tobba eins og hún er kölluð, er mikill fjörkálfur og dugleg þó hún sé aðeins 4ja mánaða.  Henni finnst fátt skemmtilegra en að fá að hlaupa laus, að sjálfsögðu þegar enginn er nærri.  Hún fer aldrei langt, og ef maður segir við hana Tobba dugleg, þá hendist hún á stað eins og eldibrandur, kemur svo á fullri ferð til baka og fær eitthvað í gogginn fyrir dugnaðinn.  Hún er reyndar svo upptekin af öllum hlaupunum, að hún gleymir namminu sínu.

Á siðmenntaðri göngu t.d. í Elliðaárdalnum, er hún í ól, og þá hittum við oftar en ekki aðrar hunda.  Tobba er það lítil, að þegar við hittum stóra hunda, horfa þeir niður á hana, úr mikilli hæð frá henni séð, og hljóta að vera ógnvekjandi fyrir ekki stærri hund en hana.  Allt eru þetta þó siðsamir og góðir hundar og ekkert ofbeldi í gangi.

Tobba hefur mikinn áhuga fyrir fuglum. Þeir virðast í fljótu bragði vera auðveldir viðfangs, litlir og varnarlausir.  Hún hefur hinsvegar oft reynt það að svo er ekki. Þeir lyfta sér bara upp og eru sestir á næstu grein. Lífið er ekki alltaf, eins auðvelt og sýnist.

Ef þú vill komast í samband við annað fólk, skaltu fá þér hund. Hundaeigendur eru hópur sem stendur saman. Þeir eiga þetta sameiginlega áhugamál hundinn, og allt sem honum viðkemur.

Vaxandi flóra hunda tegunda á Íslandi er endalaust umræðuefni, hvað tegund er þetta er spurt og eigandinn flytur lærða ræðu um hundinn sinn.  Stoltur af sínum hundi.

Þeir hundar sem maður hittir á förnum vegi, eru undantekningalaust, vel hirtir og fallegir.  Flestir leggja mikla ást á hundinn sinn. Hvernig er líka annað hægt, þegar þú kynnist þeirri fölskvalausu tryggt og trúnaði sem þessi dýr sýna manni.

Sagði ekki einhver vitur maður, því betur sem ég kynnist mannfólkinu, því vænna þykir mér um hundinn minn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú, jú, ég fer stundum í göngutúr með hana Söru mína. Hún er nú engin mýsla eins og Tobba. Blanda af Labrador og Border collie. Oftast í bandi, og hún nýtur þess að hitta aðrar hundategundir. Við  spjöllum iðulega við hundaeigendurnir og þetta er yfirleitt mjög jákvæðar göngur.

Er á því að blandaðir hundar séu yfirleitt betri en þeir hreinræktuðu. Þessu má ég að sjálfsögðu ekki halda fram á hundasýningum. Hún Sara mín er t.d. bráðgáfuð (eins og konan) eins og Border Collie er yfirleitt og síðan afbragðs varð og veiðihundur eins og Labrador. Fádæma góður fótboltahundur og hlýðinn eins og ég. 

Þó að blöndun sé afbragðsgóð, verður ekki það sama sagt um hundaeigendur. Þannig er Ólína Þorvarðardóttir hundaeigandi, og Samfylkingarþingmaður. Það er sýnilega vond blanda. Sígeltandi án þess að nokkur skilji af hverju. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.2.2011 kl. 23:34

2 Smámynd: Kolbrún Vala Jónsdóttir

Mig var lengi búið að langa til að eiga hund og hef mikla ást á dýrum sem þeir vita sem þekkja mig.  Loksins lét ég drauminn verða að veruleika og Tobba litla kom til okkar, mikill gleðigjafi og hörku dugleg miðað við smæð og aldur.  Þeir sem kynnast henni kolfalla fyrir henni, hún er bæði klár og fljót að læra.  Við erum á hvolpanámskeiði og tökum það mjög alvarlega, enda er það að eiga hund, miklu meira mál heldur en mann grunaði ef uppeldið á að ganga vel.  Mín skoðun er sú að hvolpanámskeiðið sé meira fyrir okkur eigendur heldur en hundana, þó að þeirra fölskvalausa gleði við að hitta aðra hunda og fólk, komi manni alltaf til að brosa, þá sér maður hvað það er nauðsynlegt að vita eitthvað hvað maður er að gera þegar maður tekur að sér hund.  Mér fannst stundum svolítið fyndið að hitta fólk með hund í bandi og kúk í poka í göngutúr, en nú er það ég sem er með hund í bandi og kúk í poka og mjög ánægð með það .  Hundaeigendur eru yfir það heila gott fólk, því miður finnast inn á milli, þeir sem ekki hugsa vel um dýrið sitt.  En það má ekki gleyma því að fólk fær sér hund af mörgum ástæðum.   Ég hlakka til að vera með Tobbu minni á hverjum degi og get ekki verið frá henni lengi, hún er svo skemmtileg þessi litla skotta, kemur mér til að hlægja upphátt og svo nýt ég þess að leika við hana.  Það eru forréttindi þegar maður getur leyft sér það að liggja í gólfinu og leika við hundinn sinn, farið út í náttúruna og notið útiverunnar með besta vini sínum.  Ég hitti til dæmis hjón um helgina með fatlaðan dreng sem hefur tekið miklum framförum eftir að hann fékk vininn sinn.  Ég er glaðari eftir að Tobba koma til mín, það er ekki hægt annað en að verða betri manneskja þegar maður á svona góðan vin.

Kolbrún Vala Jónsdóttir, 10.2.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband