Njósnatölvur.

Njósnatölvan sem fannst í húsakinnum Alþingis er að sjálfsögðu Grænlensk, frá Scorisbysundi.  Í fábreytileika vetrarins er þetta skemmtiefni þar á bæ.

Við sem búum á Íslandi þurfum ekkert að njósna um Alþingi. Allt sem þar er gert og ógert er svo rækilega miðlaða til þjóðarinnar að þar verður ekki miklu um bætt. Þess vegna er eigandi tölvunnar erlendur.

Við vitum meira að segja um allt sem gerist í lokuðum herberjum VG, og ef við vitum það ekki allt, þá fyllir órólega deildin í eyðurnar.  Fjölmiðlun og umfjöllun um þingmenn er þeirra aðaláhugamál.

Það er sérstaklega brýnt að alþingismenn fari nú á nýju ári í fjölmiðlabindindi, átak eins og fjöldi manni gerir um áramót.  Ég er sannfærður um að slíkt bindindi yrði Alþingi til vegsauka.  Ég er ekki að mæla með þöggun eða nokkru slíku, heldur að það sem fram kemur sé vandaðra.

Ég er gangstætt því sem margir halda sannfærður um að á Alþingi sitji upp til hópa sómafólk, með einlægan vilja til að gera gott. Þess vegna er þessi tillaga mín jákvætt innlegg í að bæta stöðu Alþingis hjá þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband