Mistök eru tækifæri til að læra af.

Allir gera mistök. Þú getur farið yfir þau í huganum, velt þér uppúr þessari „ ógæfu „ þinni.

Ef þú hinsvegar lítur á mistökin sem tækifæri til að læra og þroskast, þá ertu á réttri leið.  Margir taka hinsvegar hina línuna, eru uppfullir af sjálfsásökunum vegna þess sem gerðist, berja sig niður með orðum og ljótum hugsunum.

Það er hollt að rifja það upp, að þekkt fólk, sem hefur náð frábærum árangri, hefur líka gert sín mistök.

Læt fylgja hér með smá lista:

  • J. Paul Getty, eigandi stórfyrirtækisins Getty Oil fór 3-4 sinnum á hausinn í upphafi feril síns. Sagði að enginn í „ business „ ætti að missa af þeirri reynslu að fara á hausinn,
  • Walt Disney hætti í grunnskóla, varð gjaldþrota og lenti í fjárhagserfiðleikum og vandræðum með nokkur fyrirtæki.
  • Milton Hershey, súkkulaði framleiðandinn og stofnandi af hinu þekkta fyrirtæki Hershey Food Corp., naut loksins velgengni, eftir að hafa orðið gjaldþrota með fyrstu fjögur sælgætisfyrirtækin sín.
  • Henry Ford varð gjaldþrota eftir fyrsta bílafyrirtækið sem hann stofnaði. Hann naut ekki velgengni fyrr enn hann stofnaði þriðja fyrirtækið, Ford Motor Company.
  • Quaker Oats varð gjaldþrota þrisvar sinnum, einnig Wirgley fráWrigley‘s tyggjó. Pepsi-Cola varð gjaldþrota tvisvar.
  • Albert Einstein gekk illa í grunnskóla og hann féll á fyrsta inntökuprófinu í framhaldsskóla sem var Zurich Polytechnic.
  • Winston Churchill glímdi við ósigra og bakslög stóran hluta lífsins eða áður enn hann varð forsætisráðherra Englands, 62 ára að aldri. Öll hans bestu afrek og framlög voru þegar hann var orðinn eldri borgari.

Engin skömm að vera í flokki með þessu fólki og vita að leiðin er ekki alltaf bein og breið.

Í viðskiptum gildir reglan að gefast aldrei upp. Allir gera þar sín mistök. Dæmin hér að ofan eru ekki síst dæmi um þolgæði og úthald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband