Þorrablót.

Nú er tími þorrablóta. Mikil vertíð þjóðlegs matar og uppskeruhátíð verkenda slíkrar fæðu.  Hákarl og súrmatur, búin að þroskast mánuðum saman, og tími til að bragða á herlegheitunum.

Ómissandi er svo brennivínssnafs með þessu öllu. Eins gott að hafa hann bara einn, allavega miðað við maga og haus á mér.

Við höfum alltaf jafn gaman að láta útlendinga bragða á þessum mat, og ekki versnar það ef þeir hrylla sig og blána í framan yfir þessum ósköpum.  Gleymum því stundum að þjóðir sem mikið stunda sauðfjárrækt, þekkja vel þessar matarvenjur, eins og t.d. að borða svið.

Fannst í ár margir tala um að þorramaturinn væri mjög góður. Í þessari matargerð væri einnig ákveðin þróun, nýtískulegri útfærsla, eins og t.d. á sviðasultu. Þessi þróun til þess að laða ungt fólk að þessum mat, og kenna skyndibita kynslóðinni okkar, þjóðlega siði.

Íslendingar erlendis vilja sinn þorramat og engar refjar.  Ótal sögur eru til af allskonar hremmingum við að koma herlegheitunum á erlenda diska landans.

Kona á leið til Bandaríkjanna tók með sér þorramat í handfarangri.  Tollverðir fundu góssið og uppi varð fótur og fit.  Þeir byrjuðu á að ná sér í stóran stálbakka og öllu var hellt á bakkann.  Efstir trónuðu sviðahausar.  Það dreif að fleiri tollverði og svo lagði öll hersingin af stað í gegnum flugstöðin, þar sem þúsundir manna horfðu á þessa hersingu. Konan var í stöðu glæpamanns, leidd af vörðum, og sviðahausarnir vel sýnilegir á bakkanum.  Allir gátu því séð hryllinginn, hvað þessi kona var mikill " villimaður ".

Ég fyrir mína parta nýt þess að borða þennan mat.  Hef margreynt að hann má ekki borða í óhófi, ég tala nú ekki um ef dansað er á eftir matnum.

Það var söngur og dansur og svo enn meiri dansur aftaná, eins og Færeyingar segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er dýrindis matur. Er þó sammála að ákveðin vöruþróun má alveg eiga sér stað. Fór með Japana á síðasta þorrablót. Þeir höfðu mjög gaman af og smökkuðu allt. Sérstaka kátínu og áhuga vakti hrútspunktarnir. Kenning þeirra var sú að neysla hefði undursamleg áhrif. Nú er bara að vita hvort neysla þessa matar hafi haft áhrif á matargesti á þessum þorra

Sigurður Þorsteinsson, 3.2.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband