7.2.2011 | 09:23
Meiri hamingju takk !
Það hvarflar stundum að manni að þjóðfélag, þar sem hálf þjóðin er hjá sálfræðingum og á sjálfstyrkingarnámskeiðum og hinn hlutinn ætti einnig að fara, að slíkt þjóðfélag sé mögulega ekki allt í lagi.
Ég hef lengi unnið að því að koma mér upp svona einkanámskeiði. Nauðsynleg áhöld eru útivistargalli og gönguskór. Mitt námskeið byggir á nauðaómerkilegum kenningum, sem þó eru þessar:
- Raunveruleg hamingjan býr í þér sjálfum. Enginn getur gert þig hamingjusaman nem þú,
- Settu þér markmið, eitt þeirra er að þú átt rétt á því að vera hamingjusamur ( söm ).
- Mundu að lífið er stutt, nýttu þess vegna tíma þinn vel.
Að svo búnu fer ég upp í Heiðmörk að ganga. Gönguferðin í Heiðmörkinni er andleg líkamsrækt. Mögulega passar Heiðmörkin ekki fyrir þig, þú finnur þá bara annan stað sem passar, en tilgangurinn er ljós.
Það að horfast í augu við sjálfan sig getur verið sárt og er það erfiðasta í lífinu fyrir okkur öll. Það er svo auðvelt að kenna öðrum um, hlusta á blekkinguna um að raunverulega hamingja felist í peningum, fötum, að vera flott og öllu þessu, innst inni vitum við samt hvað er rétt.
Sumir þurfa að ganga oft í " Heiðmörkinni " og ef þeir hafa vin, sem gengur með þeim, eru þeir lánsamari en flestir.
Töflur eru ágætar, fyrir suma eru þær lækning, en fyrir flesta frestur á raunverulegum bata.
Þetta snýst um að taka ábyrgð á sjálfum sér, gera það sem ég get, gleyma ekki að andlega " líkamsrækt " er jafn nauðsynleg og sú líkamlega. Okkur þarf að líða vel bæði innra sem ytra !
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo mikið rétt hjá þér..
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.2.2011 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.