27.1.2011 | 08:15
Stjórnlagaþingskosningin ógild
Í dómnum kemur fram að bæði Landskjörstjórn og Dómsmálaráðuneyti hafa komið á framfæri ítarlegum upplýsingum um sína hlið mála. Á báðum þessum stöðum sitja valinkunnir lögfræðingar, sem höfðu margoft farið yfir þau álitamál, er verða svo tilefni ógildingarinnar.
Kallast hér á flókin framkvæmd og túlkun kosningalaga, eins og síðar verður fjallað um. Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og ekki tjáir að deila við dómarann.
Umræðu um stjórnlagaþing eða ekki stjórnlagaþing er lokið, það var ákveðið að boða til þessa þings. Verkefni þingsins hefur verið skilgreint og allur undirbúningur í fullum gangi. Vandinn felst í því að klára kosninguna.
Ekki kemur til greina að hætta við stjórnlagaþing. Rökréttast er að kjósa aftur og sníða af þá ágalla, sem koma fram í dómnum. Í reynd er það allt leysanlegt, nú þegar vitað er hvað þarf að leysa. Allir þeir sem voru í framboði, og vilja vera það áfram, verði í kjöri. Með þeirri ákvörðun einsfaldast allt ferlið. Það verður hinsvegar að hafa fullan skilning á stöðu þeirra er hlutu kosningu og nú mögulega ganga í gegnum aðra kosningu. Það minnsta sem hægt væri að gera er að biðja þetta fólk og reyndar þjóðina afsökunar.
Framkvæmd stjórnlagaþings kosninganna var á margan hátt flókið tæknilegt verkefni. Rekja má það í löngu máli, sem ekki verður gert hér. Aðalatriði er að lög nr. 90, 2010 voru ekki fullmótuð, þrátt fyrir einar breytingar á lögunum. Á ég þá við að þegar fyrir lág, hvernig kosningin yrði framkvæmd átti að, breyta lögunum til að löggilda þá framkvæmd. Það var ekki gert. Í stað þess var vísað til almennra laga um kosningar til Alþingis. Þannig var í reynd unnið í 2 - heimum sem leiddi til ruglings og mistaka.
Þeir fjölmörgu sem unnu að framkvæmd kosninganna, kjörstjórnarfólk og starfsmenn kjörstjórna, unnu frábært verk á kjördag. Við þá er ekki að sakast í þessu máli, þeir unnu sitt verk samkvæmt mótaðri stefnu.
Eitt vekur sérstaka athygli í dómnum varðandi rekjanleg atkvæði. Þar segir, að alkunna sé að sú aðferð sé oft viðhöfð á kjörstað að stemma af fjölda kjósenda með því að skrá niður nöfn þeirra í þeirri röð sem þeir koma Ég óttast að hér sé á ferð mikill misskilningur um hið alkunna. Í 30 ár hef ég starfað við kosningar í Kópavogi og kannast ekki við þetta vinnulag. Það er rétt að fjöldi kjósenda er stemmdur af en þar fær hver kjósandi eitt prik á blaði, ekkert nafn. Sama vinnulag er í Reykjavík báðum kjördæmum. Hafi þetta atriði haft mikið vægi í dómnum, þurfa dómararnir að rökstyðja betur þessa alkunnu sína. Sé sjálfur ekki nokkra einustu leið að rekja kjörseðla til einstaks kjósanda.
Tilefni ógildingarinnar eru nær öll kosninga tæknilegs eðlis. Ekki verður séð að þessi atriði hafi breytt miklu um niðurstöðu kosninganna, þó ekkert verði fullyrt um það efni.
Hvað lærðum við á þessum kosningum:
- Breytingar á kosningalögum og framkvæmd þeirra er vandasamt verk. Ótrúleg íhaldssemi ræður ríkjum í þessum málum. Íhaldssemi í jákvæðum skilningi, sem verður að virða. Breyting kosningalaga má aldrei verða eitthvað tilraunaverkefni,
- Öllum ætti það hinsvegar að vera ljóst að endurskoða þarf núverandi kosningalög. Núverandi lög eru miðuð við kjörfund, sem var fyrirkomulag kosninga í upphafi 20 aldar. Færa þarf lögin til nútímans, sem væri mikil framför. Öllum jákvæðum íhaldssjónarmiðum má halda til haga við slíka breytingu,
- Við höfum á undanförnum árum lært að kosningalög eru eitt, framkvæmd kosninga er annað og ekki síður mikilvægur hluti. Skortur á samræmdri framkvæmd í öllum kjördæmum og kjörstöðum hefur ekki síður orðið til að gefa afslátt af grundvallarsjónarmiðum, svo notað sé orðalag Hæstaréttar.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verulega gott blogg.
Sigurður Þorsteinsson, 28.1.2011 kl. 16:51
Ég vil gera hér tvennt þakka þér góða færslu Jón Atli, og þakka Sigurðu Þorsteins fyrir að benda á þetta blogg.
Þessi 3 punktar sem að þú bendir á þarna í lokin er líka akkúrat það sem klárlega er kominn tími á, þ.e.a.s. að endurskoða kosningalögin. Í raun eiga svona hlutir að vera í stöðugri endurskoðun til að halda í við gangtakt samfélagsins. Breytingarnar eru kannski alltaf miklar sem þarf að framkvæma, og íhaldssemi er nauðsynleg. Menn ætluðu við þessar kosningar að prófa t.d. það að maður gæti kosið á hvaða kjörstað sem var út frá rafrænni tækni því miður tókst það ekki en það er að mínu mati eitt af þeim atriðum sem þarf að skoða ítarlega. Ég tel líka að það sé kominn tími á að endurskoða stjórnarskrána á margan hátt og sé ekkert að því að þjóðin fái að taka þátt. Þess vegna bauð ég mig nú fram. Síðan á að leggja stjórnarskrána fyrir þjóðina til samþykktar, þó svo að Alþingi þurfi ð aleggja til lokasamþykki, sé samt ekki þingið leggjast gegn stjórnarskrá sem fær góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. EIna sem ég hræðist í þessu einsog orðið vel flestu hér á landi er þessi eilífa flokka og blokkamyndun sem verður alveg sama hvert málið er, það er sjaldan gefið tækifæri á að kynna mál ýtarlega frá nokkrum hliðum áður en allt er komið á hliðina í einhverju svakalega brjálæðiskasti. - góða helgi
Gísli Foster Hjartarson, 29.1.2011 kl. 15:06
Takk fyrir þessar hugleiðingar, ágætu félagar. Það eru tímar mikillar gerjunar í þessum málum. Gaman verðu að sjá hvað hristist út úr þessu.
Jón Atli Kristjánsson, 29.1.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.