Samstaða þjóðarinnar:

Fékk í hendur bókina um varðskipið Óðinn. Var sjálfur á skipinu, þegar það kom nýtt  í janúar 1960.

Tók þátt í 12 mílna landhelgisstríðinu, sem stóð frá 1958 og fram á mitt ár 1960.  Átökin þá voru ekkert m. v 50  og 200 mílurnar, 1972 og 1975 en þá var guðsmildi að enginn skyldi farast.

Þessi tími í Landhelgisgæslunni var mjög lærdómsríkur fyrir ungan mann.

Það mátti segja að frá fyrsta degi átakanna um 12 mílurnar var stríðið tapað fyrir Breta.  Það var ekkert vit í þeirra veiðum,  skipum safnað saman á ákveðnum verndarsvæðum, sífelldar truflanir, og ekkert veiddist.  Sjómennirnir vissu alveg hvað klukkan sló.  Skipstjórar togaranna , reknir áfram að útgerðum sínum, sáu tilgangsleysið og pirringur þeirra fór sívaxandi.

Þrátt fyrir ofurefli Breta, stærri skip og yfirhönd í orði kveðnu, var staða þeirra vonlaus

Við íslendingar vorum á heimavelli. Þeir voru að veiða hér úti í ballarhafi, þekktu vetrarveður hér, höfðu getað gengið að viðgerðum og þjónustu á Íslandi, sem nú var öll í uppnámi.  Þessu blessuðu köllum var vissulega vorkunn.

Það var einnig einstök upplifun að verða vitni að því hvernig þessi átök þjöppuðu þjóðinni saman. Ekki endilega að eiga sameiginlegan óvin, heldur skynjuðu allir hvaða hagsmunir þjóðarinnar voru í húfi. Við trúðum á okkar málstað. Á þessum árum eignuðumst við okkar hetjur, skipstjóra og áhafnir varðskipanna.

Þegar ég rifja upp þessa tíma í huganum, spyr maður sig, hvers vegna gat ekki í lok hrunsins, orðið einhver viðlíka samstaða þjóðarinnar og á þessum tímum.  Þörfin á samstöðu hefur mögulega aldrei verið meiri.

Vandi hrunsins og óvissa var mikill.  Daginn sem bankarnir hrundu, var enginn viss um að hann ætti fyrir mat daginn eftir, nema þeir sem áttu seðla í veskinu. Við vissum það svo ekki fyrr enn 2 árum seinna að við höfðum verið rænd.  Til þessa dags hafa deilur sundrað þjóðinni.  Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, höfum við ekki virkað eins og samstæð þjóð, eða ein fjölskylda.  Við erum í einhverju stríði, við vonda kalla og hvað sem er, bíðum eftir að sérstakur komi með réttlætið. Þá verður allt gott og við getum haldið áfram að lifa eins og fyrir 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein hjá þér, Jón Atli, góð stemming, – og svo skondinn endirinn!

Jón Valur Jensson, 28.1.2011 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 42823

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband