Já en, gamla fólkið:

Ég held að til séu stjórnmálamenn sem hafi einlægan vilja til að vinna að bættri stöðu aldraðra. Já það eru örugglega til stjórnmálamenn sem vilja taka þátt í að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Það eru líka til stjórnmálamenn sem vilja tryggja sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld. Mismunandi staða aldraðra er hinsvegar í augun sláandi og sá hópur er ótrúlega stór, sem lifir við neðri mörk þess lífvænlega. Það er því sorglegt að hlusta á karp forystumanna aldraðra og stjórnmálamanna um tölur, hvort hægt sé að lifa á því ómögulega, og hvort eitthvað hafi hækkað m.v. einhverja hungurlús sem áður var. Aldraðir, sem engar eða litlar greiðslur fá frá lífeyrissjóði eru allra verst settir. Steininn tekur úr þegar pólitískar meiningar blandast í þessa umræðu og að einn stjórnmálaflokkur sé hér öðrum betri.

Opinberar greiðslur til framfæris aldraðar byggja á kerfi skömmtunar og forræðishyggju. Aldraður einstaklingur skal fá ákveðna upphæð, ef hann eða maki hans, fær úr lífeyrissjóði eða launatekjur, þá skerðast greiðslur hins opinbera. Hin ósýnilega lína lágmarks framfærslu hefur verið dregin, upp fyrir hana á eða má engin komast.  Að þessi hópur eða einstaklingar hafi staðfest réttindi er ekki til umræðu.

Ég segi hin ósýnilega lína, því engin vill draga þessa línu og hið opinbera vill ekki að hún sé til í krónum og aurum, því þá er hægt að gera kröfur. Þetta þarf að " fljóta " svona þægilega. Til að bæta þetta upp að einhverju leiti, er svo búið til styrkja og afsláttarkerfi og má þar nefna, afslátt á lyfjum, lækniskostnaði, strætisvagnaferðum osfv. Um þetta gilda flóknar reglur. Reyndar má segja að allar reglur sem snúa að gamla fólkinu og öryrkjum séu þannig í hugsun og framkvæmd að glæpamenn eigi í hlut.

Nýjasti hluti umræðunnar er svo, hvort þessum málaflokki sé betur komið hjá sveitarfélögunum, en hjá ríkinu. Í mínum huga er sú umræða aðeins til að drepa málinu á dreif, svo ekki þurfi að taka á hinum raunverulega vanda.

Sem sé setja þarf meiri peninga í þennan málaflokk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Vala Jónsdóttir

Mjög sammála !!!!

Kolbrún Vala Jónsdóttir, 2.2.2011 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband