Stóribróðir fylgist með þér.

 Óstöðvandi þróun er að verða í hinum vestræna heimi þ.e.

Aukið eftirlit með borgurunum, beint eða óbeint.

Skýrasta dæmið eru að finna í USA, það sem gerst hefur undir kjörorðinu, barátta gegn hryðjuverkum. Aðgerðir sem allar hafa nú verið settar undir einn hatt, Innanríkisráðuneytið. ( National security )

Þó þessi þróun í USA, sé meira áberandi t.d. á flugvöllum og í viðhorfi til útlendinga, er sama að gerast annarsstaðar.

Grundvöllur þessara aðgerða er skipulögð upplýsingaöflun. Upplýsingaöflun sem í fyrstu beindist gegn „ öfgahópum „ en hefur nú orðið miklu almennari.

Nýjasta tækni hefur fært þetta starf á alveg nýtt stig.  Á nýtt stig í ýmsum skilningi:

  • Samskiptasíður ( Facebook , Twitter ) hefur gert rannsakendum kleift að komast miklu nær fólki en áður, hvað það er að gera og hugsa.
  • Gífurlegt magn persónulegra upplýsinga verður til á hverjum degi í ótölulegum fjölda viðtala og greina sem birtast, á prent eða í ljósvakamiðlum.
  • Aðgangur að símum, kortum, ( neyslu ) bankaupplýsingum, gera rannsakanda það kleift að kortleggja fjárhagslega stöðu fólks með mikilli nákvæmni,
  • Við eru víða í „ beinni „ með myndavélar tifandi yfir hausnum á okkur. Allt eru þetta öryggismyndavélar.
  • Opinber gögn eru líka alltaf að vera ítarlegri. Hvar sem einstaklingar eiga samskipti við kerfið eru gögn.

Við miðlum öllum þessum upplýsingum fús og frjáls, ómeðvituð um hættuna þessu samfara.

Það er í dag ekki mikið mál að halda utanum mikið magn upplýsinga. Óyfirstíganlegt vandamál fyrir 10-15 árum.

Allt sem flokkast má undir, persónuvernd, er gangslítið sjónarspil til að róa almenning.

Fjöldi dæma sýnir hvernig „ hakkarar „ geta nánast náð í hvaða upplýsingar sem þeir vilja.  Geti þeir það geta opinberir aðilar, rannsakendur líka gert það. Þeir hafa heimildir og vilja alltaf meiri heimildir.

Við teljum að allskonar „ lekar „ á upplýsingum séu af hinu góða.  Takist okkur að brjóta niður einhverja múra gleðjast allir.  Enginn hugsar út í það að sumir þessara múra voru mögulega byggðir upp til að vernda einhvern, ekki er á það hlustað.

Það má sem sé í dag, finna og setja saman, upplýsingar um þig, af þeirri nákvæmni sem mun koma þér verulega á óvart. 

Þar sem þetta er allt til, er stóra spurningin, hvernig mun sá sem hefur þennan aðgang vilja nota þetta.  Er það til ills eða góðs.

Við erum í dag, algerlega bláeygð á þróunina, virðumst halda að þetta sé allt leikur.  Teljum að við höfum varnir, sem ekki eru, allt opið og gegnsætt, hugtök sem hafa tvær hliðar, og geta einn góðan veðurdag snúist gegn okkur.

Móðursýki og rugl, gæti einhver sagt. Maðurinn hefur horft á bíómynd eða lesið reyfara.  Skal glaður éta þetta allt ofaní mig. Ef ég væri spurður hvað er hægt að gera þá er fyrsta skrefið að verðum meðvitað um hættuna.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef við færumst ómeðvitað að ástandi sem við viljum ekki fara í er það háalvarlegt mál. Vandamálið er líka að gagnrýnin hugsun er ekki mjög vel liðin.

Sigurður Þorsteinsson, 25.1.2011 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Margt í þessum heimi er ekki aðeins svart eða hvítt. Þannig er ýmislegt jákvætt við þessa þróun, en ljóta hliðin er einnig til staðar.  Vinkona dóttur minnar sagði frá því á Facebook, hvað hún væri ánægð með nýju rauðu tölvuna sína.  Daginn eftir var brotist inn til hennar og tölvunni stolið.

Jón Atli Kristjánsson, 25.1.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband