31.1.2011 | 07:54
Bankaleynd og meðferð viðkvæmra viðskiptaupplýsinga.
Í skjóli bankleyndar hafi verði mögulegt að gera ýmislegt í reykfylltum herbergjum bankanna. Bankaleynd þurfi að afnema, því annars breytist ekkert, nýju bankarnir taki óbreyttu upp hina vondu siði gömlu bankanna, að óbreyttum reglum um bankaleynd.
Talsmenn þessara sjónarmiða ganga lengra og telja að ekkert eigi að vera leyndó, allt gagnsætt og upp á borði, það sé leið siðbótar og betra lífs. Með þessu einu móti, geti almenningur fylgst með stofnunum, fyrirtækjum og ráðamönnum. Þessi sjónarmið heyrast sérstaklega frá fjölmiðlamönnum. Lítum aðeins á nokkur atriði tengt málinu.
Lögfræðilega, vísar hugtakið bankaleynd fyrst og fremst til samningsbundinna reglna og lagareglna sem banna stjórnendum og starfsmönnum banka og fjármálafyrirtækja að veita upplýsingar um málefni viðskiptavina sinna sem leynt eiga að fara (trúnaðarskylda). Rök að baki reglum um bankaleynd eru margvísleg og hafa mismikið vægi. Helstu rök eru:
- Vernd samningssambands aðila og samningsfrelsis,
- Vernd viðskiptahagsmuna (banka og fjármálastofnana),
- Vernd trúnaðarsambands milli starfsstétta (sérfræðinga) og viðskiptavina þeirra, sambærilegt og það sem á við um trúnað milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra; lækna og sjúklinga
- Vernd grundvallarréttinda (þagnarvernd einkalífs - rétturinn til friðhelgi einkalífs)
Reglur um bankaleynd sæta margvíslegum undantekningum:
- Heimild til að veita öðrum upplýsingar er þá talin undirskilin í samningi aðila eða venjubundin.
- Eins er viðurkennt að viðskiptavinir geta gefið samþykki sitt til þess að upplýsingum um þá sé miðlað til annarra.
- Í öðru lagi leiðir aukið eftirlit til undantekninga frá bankaleynd sem byggjast á almannahagsmunum, s.s. skatteftirliti, fjármálaeftirliti, samkeppniseftirliti, eftirliti með og baráttu gegn refsiverðum brotum (s.s. peningaþvætti) o.s.frv.
Úr skýrslu unnin fyrir viðskiptaráðuneytið í mars 2009. Dóra Guðmundsdóttir, Cand. Jur., LL.M.
Gagnrýni á bankaleynd er mjög skiljanleg í ljósi þess sem komið hefur upp úr skúffum bankanna. Þó verður þar að gera skýran greinarmun í lögbrotum og meðferð bankanna í trúnaðarupplýsingum. Það er alveg ljóst að viðskiptalíf á Íslandi getur ekki farið aðrar leiðir í þessu efni en nágrannar okkar. Af þeirri ástæðu að t.d. erlendir fjárfestar koma ekki hingað ef, þeir njóta ekki þeirrar verndar sem þeir eru vanir.
Bankar eru mjög oft í þeirri stöðu að eiga viðskipti við aðila sem eru í beinni samkeppni. Í bankanum liggja því oft mjög viðkvæmar upplýsingar.
Eftir einkavæðingu bankanna 2003 var uppi einkennileg staða. Kjölfestufjárfestar bankanna, voru í umfangsmiklum viðskiptum og jafnvel samkeppni við viðskiptavini sína. Hvernig gátu þessir aðilar vitað að þeirra mál, bærust ekki auðveldlega á borð, eigenda bankanna. Þessi staða varð m.a. til þess að menn treystu bönkunum ekki fyrir viðskiptaupplýsingum, t.d. um ný viðskiptatækifæri, af þeirri ástæðu að þær væru misnotaðar.
Trúnaður og samkeppni eru því svið sem hafa margar hliðar. Smæð landsins, allir þekkja alla, gerir þetta enn þá viðkvæmara og flóknara.
Við verðum að losa okkur við þá hugsun að allir sem stunda viðskipti séu glæpamenn, og séu alltaf að finna leiðir til að svíkja og pretta. Mikill meirihluti þeirra sem stunda viðskipti eru heiðarlegt fólk, sem þessa daga eru að vinna vinnuna sína við mjög erfið skilyrði.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.