1.2.2011 | 14:48
Barnauppeldi.
Allir sem koma að banauppeldi fara í háskóla til að læra að umgangast börn, nema foreldrar, þeir eiga að hafa þetta í sér. Já brjóstvitið og mamma eru mikilvæg, hvað á ég að gera núna. Mamma er búin að gleyma hvernig var að ala mig upp, hún tók sína ábyrgð, og ætlar sér í þetta skipti að vera ábyrgðarlaus, nú er minn tími til að " njóta " barnanna, segir hún.
Þrátt fyrir fræðslu, þá eru óharðnað ungt fólk að takast á við foreldrahlutverkið, fólk sem ekki hefur farið í háskóla í besta falli var konan í vist hjá góðu fólki og hafði aðeins kynnst börnum.
Ef þetta væri raunverulegt vandamál væri heimurinn hruninn, en unga fólkið sem fer heim af fæðingadeildinni með fyrsta barnið sitt, hrætt og óöruggt með það sem er að gerast, spjara sig auðvitað eins og allar aðrar kynslóðir. Í okkar góða landi er skipulegt ungbarnaeftirlit, sem veitir frábæran stuðning.
Mér finnst hinsvegar að þessi heimur, sé flóknari, breytilegri, stórkostlegri, og hættulegri, fyrir börn og foreldra en áður.
Ábyrgð er mikilvægt hugtak. Að allir taki þessa ábyrgð er lykill að framtíða barna okkar og því að vera foreldri. Að " góðir " foreldra fá að vera, sem mest, með börnum sínum fyrst árin er þjóðþrifa mál, mál okkar allra, og lykill að góðu samfélagi.
Fjölskyldan er " lítið fyrirtæki " eheff sem verður að ganga. Forstjórarnir mega ekki vera of margir, tekjurnar verða að duga, " starfsfólkið " þarf að vera ánægt og ábyrgð skilgreind. Tímastjórnun er mikilvæg og allir þurfa að koma að skipulagsmálum, spurningar eins og hvenær á kvöldmatur að vera þarf að ræða í þaula.
Í þessu eheffi þarf að vera jafnvægi, festa, öryggi, fræðsla og allir þurfa að vita að þeir hafi hlutverk og skyldur. Þetta er í reynd smækkuð mynd af þjóðfélagi, mynd sem hægt er að skýra út og skilja.
Þetta er svo auðvelt en svo flókið, en ofsalega gaman ef gleði og hamingja ræður för. Mótlætið er hluti af lífinu, mikilvægur og nauðsynlegur hluti. Að rækta og þjálfa líkami og sál, er lykill árangurs og allt þarf að hafa sitt jafnvægi.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála því að hlutirnir séu flóknari í dag en þeir voru áður. Ég er oft að rifja það upp með vinkonum mínum, að við áttum ekki gsm síma þegar við vorum að alast upp og það var allt í lagi. Maður hringdi heima hjá sér, eða úr tíkallasíma, nú eða bara fór heim til vinkvennanna til að tala við þær. Það er óhugsandi í dag, að krakkar geri það....svona oftast. Hlutirnir gengu alveg eins vel án gsm. Núna, þegar símarnir vella upp úr vösum fólks, eru komin einhver óskrifuð lög gsm notenda. Fólk verður alveg frávita af reiði og pirringi ef maður svarar ekki símanum, eða sms-i. Það er barasta orðin skylda að svara ALLTAF í símann, jafnvel þó maður sé upptekinn
þetta er eiginlega bara fyndið, en ég viðurkenni það að stundum þegar maður er beinlínis skammaður fyrir að svara ekki strax, bölva ég þessum símum. Þetta er eiginlega svona love-hate relationship, því að ekki vildi ég vera án gsm heldur.
En vissulega er allt orðið flóknara og kröfurnar orðnar meiri til allra. Eitt er satt, að ekki vildi ég vera unglingur í dag. Mér fannst erfitt að vera unglingur, held að flestir séu sammála mér i því að unglingsárin geta verið flókin, en ég held að í dag með netvæðingu og allri Hollywood ræpunni sem rignir yfir okkur með útblásnum vörum og líkamsdýrkun, óraunverulegum fyrirmyndum og ímyndum um hvernig hin fullkomna kona eða fullkomni maður eigi að vera og hvernig hægt sé að öðlast hið fullkomna líf með engri fyrirhöfn, þá sé ekkert auðvelt að finna sína leið í lífinu. Ég tala nú ekki um ef maður er ekki eins og staðalímyndin segir að maður eigi að vera. Ég vona að þetta breytist á komandi árum, að plastkynslóðin og strippara útlitið sem er í tísku í dag víki fyrir einhverju meira raunverulegu og innan eðlilegra marka. Ég hlakka að minnsta kosti ekki til að þurfa að sannfæra ófædda dóttur mína um að það sé raunverulega ekki flott að vera 30 kg og full af plasti.... tjahh í rauninni að vera bara lifandi flotholt ef maður pælir í því
Það fylgir því mikil ábyrgð að stofna fjölskyldu, kannski er samt mesta ábyrgðin fólgin í því að standa með sjálfum sér og fjölskyldunni í gegnum allt það sem dynur á í gegnum lífið. Eitt er næsta víst og það er að þróunin heldur áfram og kröfurnar aukast. Lífið er mikið öðruvísi og breytt frá því fyrir 20 árum eða bara fyrir 10 árum. Maður verður bara að reyna að gera það besta úr því sem maður hefur. Einhver sagði " það er ekki magnið, heldur gæðin" mig langar allavega að trúa því að það sé satt.
Kolbrún Vala Jónsdóttir, 2.2.2011 kl. 18:37
Flottur texti og hugleiðingar. Í þessum efnum hefur hver sína reynslu og upplifun. Ýmislegt í þróuninni er mjög jákvætt, en margir upplifa það að flækjustigið sé orðið of mikið. Það er þá fyrir hvern og einn og samtök fólks að snúa ofanaf því, þó það sé heldur ekki auðvelt.
Hafði í annarri færslu minnst á neysluhyggjuna og þá krafta sem reka okkur áfram.
Jón Atli Kristjánsson, 3.2.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.