Mae West.

 

  Capture

Mae West var amerísk leikkona, ein helsta kynbomba síns tíma.  Fædd 17. ágúst 1893. Kona sem vafði strákunum um fingur sér. Var skemmtileg, eins og Ljónum ( stjörnumerki ) er einum lagið.

Mae West var sérstaklega orðheppin. Eftir hana liggja fjölmörg gullkorn:

"Það er ekki maðurinn í lífi þínu sem skiptir máli, heldur lífið í manninum þínum",

Þegar tveir illir kostir bjóðast, þá vel ég þann sem ég hef ekki prófað áður.

Þegar þú hefur ekkert að gera - og nægan tíma til að gera það - komdu þá í heimsókn.

Maður í húsi er virði tveggja úti á götu.

Ég er kona fárra orða, en mikilla athafna.

Ég forðast freistingar, nema þær sem ég get ekki staðist.

Er þetta byssa í vasanum, eða ertu svona glaður að sjá mig?

Allir menn sem ég hitti vilja vernda mig, ég skil ekki gegn hverju.

Allir menn eru eins - nema þessi sem þú hefur hitt og er öðruvísi.

Öllum fyrrverandi á að gefa tækifæri - með einhverri annarri.

Karlmenn eru áhugamál mitt. Ef ég gifti mig, þá þyrfti ég að gefa það upp á bátinn.

Ég er engin fyrirmynd. Fyrirmyndir eru eftirlíkingar af því sem er raunverulegt.

Tækifærin banka uppá hjá mönnum, en þú þarft að gefa konum hring.

Ég hef engan áhuga á kaloríum. Eina talan sem vekur áhuga minn er stærð demantanna

Barmurinn er sterkari en sverðið.

Ég uppgötvaði ekki líkamann, ég bara afklæddi hann.

Sumar kona velja menn til að giftast, aðrar velja menn til niðurrifs.

Þegar konan fer í hundana, þá flykkjast menn að henni.

Ástfangin kona getur ekki verið skynsöm - þá er hún ekki ástfangin.

Ástin er ekki tilfinning eða innsæi - hún er list.

Ástin er eini iðnaðurinn sem getur ekki þrifist á fimm daga vinnuviku.

Það er auðvelt að ná í menn, en erfitt að halda í þá.

Gáfur nýtast konu sem er nógu skynsöm til að fela þær.

Leggðu áherslu á útlitið - hver sagði að ástin væri blind?

Elskaðu náunga þinn - og ef hann er hávaxinn, dökkhærður og herðabreiður, þá verður það auðveldara.

Sá sem hikar, verður síðastur.

Ekki láta manninn bíða of lengi, því þá finnur hann svarið annars staðar.

Hvaða maður er bestur? Persónulega líkar mér best við tvær manngerður. Einn taminn heima og annan villtan úti.

Spurðu manninn aldrei að því hvar hann hafi verið. Ef hann hefur verið í löglegum erindum þá þarf hann ekkert að útskýra. Og stelpur, ef hann hefur verið að gera eitthvað ólöglegt, þá er það ykkur að kenna.

Ég gæti gefið hálft líf mitt fyrir einn koss. Kysstu mig tvisvar.

Of mikið af því góða er dásamlegt.

Komdu upp og hittu mig, einn daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki af ástæðulausu að ég er mikill aðdáandi þessarar bloggsíðu.

Sigurður Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband