22.1.2011 | 11:56
Karlarnir sleppa !
Hafið þið tekið eftir því hvað karlar virðast sleppa ótrúlega vel frá allri megrunarumræðunni, en konur fara að sama skapi illa út úr þessu. Hver kannast ekki við neyðaróp frá baðinu, þegar konan hefur tekið sér tak og stígur á vigtina og veit að hún á að líta út eins og herðatré.
Karlarnir eru á hinn bóginn, með ástarhring, eru perulaga í vextinum, og svo mjúkir og sætir. Konur með hold utan á sér eru feitar hlussur með lærin í skónum.
Karlar hafa að sjálfsögðu engan áhuga fyrir að breyta þessu, þeir vilja kjaga um í sínu spiki og verða ekki fyrir neinu tiltakanlegu áreiti frá konum sínum.
- Þeir láta bara víkka buxurnar, þær hafa skemmst í hreinsun eða hlaupið í þvotti,
- Þeir drekka sinn bjór, allir hafa heyrt af því að bjór sé hollur í hófi. Ekki að tala um það að í dag eru 70% karla með ístru, mest vegna bjórdrykkju,
- Það eru allir stórbeinóttir í minni ætt og mögulega er eitthvað að efnaskipum hjá mér.
Hvernig skildi annars standa á því að konur láta karlana sleppa svona vel. Já elskan þú ert nú reglulega myndarlegur, þú hefur nú þyngst eitthvað en það gera nú allir með aldrinum. Jú ég hef grun um að ástæðan sé þessi:
- Konurnar eru svo uppteknar af eigin holdafari að það væri að bera í bakkafullan lækinn að þær hefðu einnig áhyggjur af körlunum,
- Það að gagnrýna karlinn, hefur líka á för með sér áhættu, ef hann til dæmis snéri upp á sig og segði, þér ferst að tala, með lærin í skónum, þá er komin upp sú skelfilega staða að þurfa að gera eitthvað í málinu,
- Já karlinn minn vinnur svo mikið hann er nærri aldrei heima greyið, þegar hann kemur þreyttur heim er hans eina ánægja að fá gott að borða, á ég eftir matinn, að reka hann út að hlaupa !
- Hann er nú líka góður við mig, ekki segir hann að kvarta, og við getum svo sem veitt okkur allt.
Á góðu heimili ríkir jafnvægi, dýrmætt jafnvægt, hver vill eiginlega hafa hlutina alltaf í háa lofti. Þetta jafnvægi felst í svo mörgu, enga leiðinda gagnrýni, engar pillur um að þú eigir að gera þetta eða hitt, jafnvægi sem felur í sér venjur og siði, rútínu, huggulegt á kvöldin við sjónvarpið, enda allir þreyttir. Heimilið á að vera griðastaður, ekki vígvöllur, ekki sífelld umræða um vandamál. Elskan villtu rétta mér súkkulaðið og kartöfluflögurnar, er kókið nokkuð búið.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.