17.1.2011 | 10:57
Fótkuldi í skammdeginu.
Hef á þessum dögum fengið líf í lappirnar á því að fara í góða sturtu þegar ég kem heim. Er reyndar svo óheppinn að ofninn á skrifstofunni minni, hitna aðeins að hluta ( 50% ). Skrifstofan er í gömlu og virðulegu húsi í Vesturbænum í Reykjavík, og ofninn frá sama tíma eða 1940-1950.
Ég hef hitt heimilislækninn minn, farið í blóðprufu, sem læknirinn rýnir væntanlega í þessa dagana. Get ekki látið það um mig spyrjast að ég leiti ekki allra ráða.
Í þessum hremmingum mínum hefur mér æ oftar verið hugsað til allra fótanuddtækjanna, sem keypt voru hér um árið, og fylltu lengi geymslur landsmanna. Veit reyndar að ég get keypt svona tæki í Góða hirðinum. Þau voru blá ef ég man rétt og svo sem engin stofuprýði
Það sem hefur bjargað mér í vinnunni er að konan prjónaði á mig öfluga ullarsokka, sem ná upp á hné, hinir bestu gripir.
Nú er ég sjálfsagt einn um þetta vandamál og elli kerling hefur einfaldlega náð á mér taki.
Það er á svona stundum þegar kuldi og kröm þjáir þig sem maður fellur í dagdrauma:
- Gaman væri að eiga hús á Flórída eða Spáni,
- Að hafa efni á alvöru fríi á Kanaríeyjum, svona 1-2 mánuði á kaldasta tíma,
- Sigling í Karabíska hafinu, eða ferð til Taílands,
- Vinna í happdrætti til að fjármagna alla draumana.
Auðvitað eru allar þessar bestu lausnir handan við hornið. Ég held ég verði nú samt að skoða það að líta við í Góða hirðinum, þessi fótanuddtæki virka vonandi enn, þó þau séu forljót.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér að leita allra leiða..
..Já auðvitað væri gott að geta eytt þessum kalda og dimma tíma í sól:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.1.2011 kl. 12:39
Takk fyrir hugulsemina. Meðan Siggi vinur okkar leysir formannamál stjórnmálaflokka og fellir palladóma um menn, þá er mitt blogg, augljóslega á lægra plani ! Það geta ekki allir leyst vandamál heimsins.
Jón Atli Kristjánsson, 18.1.2011 kl. 11:13
Ég mana þig til að finna svona fótanuddtæki pabbi. Eg held að það sé algjör snilld
nú setjum við af stað átakið "fótanuddtæki handa pabba"
Kolbrún Vala Jónsdóttir, 22.1.2011 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.