Fótkuldi í skammdeginu.

Í því kuldakasti sem gengið hefur yfir hef ég þjáðst af miklum fótkulda. Er annars með líkamshita eins og góður miðstöðvarofn.

Hef á þessum dögum fengið líf í lappirnar á því að fara í góða sturtu þegar ég kem heim. Er reyndar svo óheppinn að ofninn á skrifstofunni minni, hitna aðeins að hluta ( 50% ).  Skrifstofan er í gömlu og virðulegu húsi í Vesturbænum í Reykjavík, og ofninn frá sama tíma eða 1940-1950.

Ég hef hitt heimilislækninn minn, farið í blóðprufu, sem læknirinn rýnir væntanlega í þessa dagana. Get ekki látið það um mig spyrjast að ég leiti ekki allra ráða.

Í þessum hremmingum mínum hefur mér æ oftar verið hugsað til allra fótanuddtækjanna, sem keypt voru hér um árið, og fylltu lengi geymslur landsmanna.  Veit reyndar að ég get keypt svona tæki í Góða hirðinum. Þau voru blá ef ég man rétt og svo sem engin stofuprýði

Það sem hefur bjargað mér í vinnunni er að konan prjónaði á mig öfluga ullarsokka, sem ná upp á hné, hinir bestu gripir.

Nú er ég sjálfsagt einn um þetta vandamál og elli kerling hefur einfaldlega náð á mér taki.

Það er á svona stundum þegar kuldi og kröm þjáir þig sem maður fellur í dagdrauma:

  • Gaman væri að eiga hús á Flórída eða Spáni,
  • Að hafa efni á alvöru fríi á Kanaríeyjum, svona 1-2 mánuði á kaldasta tíma,
  • Sigling í Karabíska hafinu, eða ferð til Taílands,
  • Vinna í happdrætti til að fjármagna alla draumana.

Auðvitað eru allar þessar „ bestu „ lausnir handan við hornið. Ég held ég verði nú samt að skoða það að líta við í Góða hirðinum, þessi fótanuddtæki virka vonandi enn, þó þau séu forljót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér að leita allra leiða....Já auðvitað væri gott að geta eytt þessum kalda og dimma tíma í sól:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.1.2011 kl. 12:39

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir hugulsemina.  Meðan Siggi vinur okkar leysir formannamál stjórnmálaflokka og fellir palladóma um menn, þá er mitt blogg, augljóslega á lægra plani !  Það geta ekki allir leyst vandamál heimsins.

Jón Atli Kristjánsson, 18.1.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: Kolbrún Vala Jónsdóttir

Ég mana þig til að finna svona fótanuddtæki pabbi.  Eg held að það sé algjör snilld nú setjum við af stað átakið "fótanuddtæki handa pabba"

Kolbrún Vala Jónsdóttir, 22.1.2011 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband