Vistvænir bílar - rafbílar

 Í áætlun stjórnvalda,  Ísland 2020 - sókn fyrir atvinnulíf og samfélag er að finna:

„ Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti „

Ljóst er að rafmagn spilar hér stóra rullu. Mjög ör þróun er í framleiðslu rafmagnsbíla og ný tækni í batteríum hefur stórbætt samkeppnishæfi þessara bíla.  Framleiðslukostnaður fer lækkandi og samkeppni er að verða meðal stóru frameiðendanna.  Kostir alls þessa eru:

  • Landið ekki háð innfluttri orku, nýting innlendra vistvænna orkugjafa,
  • Minni mengun, sem hefur þrátt fyrir allt verið vaxandi vandamál,
  • Almenn sjálfbærni.

Mikilvægt er hinsvegar að við förum ekki framúr okkur í of miklum væntingum. Þessi þróun mun taka tíma og að það gerist á n.k. 10 árum er mjög raunsætt viðmið.

Eigi Ísland að komast í fremstu röð á þessu sviði,  þarf ýmislegt að gerast:

  • Nú er olía og bensín aðalorkugjafi farartækja á Íslandi. Ríkissjóður hefur miklar tekjur af innflutningi bíla og orkusölu. Spurning er hvaða svigrúm verður til skattlagnir innflutningsverðs, rafbíla og rafmagns.
  • Þannig þarf margt að breytast hjá ríki, olíufélögunum og þeim fjölmörgu sem í dag þjónusta bílaflotann. Aðlögun sem þarf að gefa tíma og sýna skilning,
  • Það þarf kannski ekki að leggja í mikinn kostnað í breytingar á tækjabúnaði heimila og fyrirtækja, en það er þó mjög misjafnt,
  • Rafbílar eiga alla möguleika á að verða vinsælir á Íslandi og nú sér í framboð á raf-jeppum og raf-sportbílum, sem henta okkur.

Það eru því framundan spennandi tímar. Breytingar sem passa okkur íslendingum vel og þýða að við nýtum okkar eigin vistvænu orkugjafa. Þróun sem mun gera það enn þá betra að búa á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Vala Jónsdóttir

Það vantar að geta gert "líkar" við bloggfærslur, þú veist, eins á facebook.  Væri sniðug útfærlsa, því að stundum langar mann ekki að skrifa neitt, en líkar samt við færsluna.  Allavega, hér kemur "líkar" frá mér

Kolbrún Vala Jónsdóttir, 22.1.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband