11.1.2011 | 09:45
Auglýsingar blessun eða böl.
Auglýsingariðnaður er blómlegur iðnaður. Góð auglýsing getur verið gulls ígildi.
Við eigum frábært fólk í þessari grein, en gæti það verið rétt hjá mér, að það verði sífellt erfiðara að " ná í gegn " í þessum business. Ég á þá ekki við að auglýsingar skorti, heldur að kúnninn sé minna móttækilegur en áður. Fólki finnist raunverulega að það þurfi að verja sig. Að þetta sé eins og í stríði, auglýsendur sækja fram kúnninn verst. Tökum nokkur dæmi um framsókn auglýsenda:
- Fríblöð ryðja sér til rúms,
- Beinar auglýsingar, öðru nafni ruslpóstur,
- Auglýsingar á öllum flötum er sjást, húsum strætóum, leikföngum,
- Sala í gegnum síma,
- Netheimar, leikvöllur framtíðarinnar.
Hvað þá um varnir kúnnans:
- Gulir miðar, ruslpóstur afþakkaður. Fríblöð afþökkuð. Hvað er svo ruslpóstur og hvað ekki, aumingja fólkið sem á að bera þetta út,
- Hægt er að nota síur í netheimum til að minnka ruslpóst,
- Hægt er að merkja símann sinn með X.
Þessi upptalning leiðir hugann að því, að beinu varnirnar eru færri, og veikari.
Nú eru jólin liðin, með öllu sínu auglýsingaflóði. Þá tekur við heimsmeistarakeppnin í handbolta eða keppnisvellir almennt. Keppnisvellir eru þannig að ekki sér í gólfið fyrir auglýsingum og okkar frábæru íþróttamenn eru eins og jólatré í öllum regnbogans litum. Í líkamsræktinni um daginn sá ég unga og fallega stúlku og á rassinum á henni stóð með stóru letri " skyr.is " Hún er keppniskona í íþróttum.
Fyrir auglýsandann og auglýsingaiðnaðinn ætti það að vera umhugsunarefni, ef kúnnanum finnst að hann þurfi að verja sig með öllum ráðum og maður getur varla horft lengur á fallegar stúlkur.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.