19.12.2010 | 13:30
Gunnar I Birgisson leggur fram eigin fjárhagsáætlun fyrir Kópavog.
Gunnar boðaði til almenns fundar laugardaginn 18.12 s.l, þar sem hann kynnti fjárhagsáætlun sína 2011.
Gunnar skýrði í upphafi frá því hvers vegna hann fann sig knúinn til að leggja fram þessa áætlun, sem hann stendur einn að. Félagar hans í minnihlutanum hafa unnið með meirihlutanum að fjárhagsáætlun, sem lög verður fram n.k. þriðjudag. Gunnar segir ákvörðun sína byggða á:
- Fyrir sína parta komi samvinna við meirihlutann ekki til greina. Hann hafi í Bæjarráði kynnt áform sín um sérstaka áætlun,
- Hann hafi kynnt félögum sínum í minnihlutanum þessi áform og boðið oddvita flokksins ( og öðrum ) að vera með sér. Þeir hafi viljað fara aðrar leiðir,
- Ýmsir steinar hafi verið lagðir í götu hans, svo hann fengi ekki upplýsingar og þessi vinnubrögð hafi hann ekki getað sætt sig við,
Þegar áætlun Gunnars er borðin saman við áætlun meirihlutans kemur eftirfarandi m.a. í ljós:
- Meiri niðurskurður,
- Minni skattahækkanir,
- Breyttar áherslur t.d. í íþrótta og æskulýðsmálum í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins,
- Lóðaleiga á atvinnuhúsnæði hækkuð um 80% hjá meirihlutanum.
Sá ágreiningur sem er í röðum minnihlutans í Kópavogi um fjárhagsáætlunina er í hæsta máta málefnalegur:
- 3 af 4 fulltrúum minnihlutans vilja samvinnu og samstöðu stjórnmálaflokka á erfiðum tímum. Leið sem reynd hefur verið í Reykjavík í tíð Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt bendir hinsvegar til að flokkurinn í Reykjavík sé nú að fá kalda fætur varðandi þessa leið.
- Gunnar vill enga samvinnu. Meirihlutinn verði að standa á eigin fótum og vera ábyrgur fyrir stefnu sinni og gjörðum. Hlutverk minnihluta sé að veita málefnalegt aðhald og aðeins þannig komi fram áherslur flokkanna og skýr skilaboð til kjósenda.
Það eru ákveðin pólitísk tíðindi að minnihluti ( Gunnar ) leggi fram ,að því séð verður fullmótaða, eigin fjárhagsáætlun. Höfundur man ekki eftir þessu í Kópavogi og þótt víðar væri leitað. Það er þekking Gunnars og áralöng reynsla sem gerir þetta mögulegt. Þetta er ekki síst merkilegt vegna þess að:
- Áætlun Gunnars sýnir í tölum, pólitískar áherslur hans og Sjálfstæðisflokksins. Skýrara getur það ekki orðið,
- Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessar tvær áætlanir standast,
- Eftirlit minnihlutans með því hvernig áætlun meirihlutans stenst, verður markviss og það er andað ofaní hálsmál meirihlutans varðandi alla liði,
- Hlutfall tekna og skulda er hátt. Þannig má ekki mikið útaf bera svo Kópavogur sé komin í gjörgæslu. Gunnar ætlar að veita mönnum aðhald,
- Vaxtaberandi skuldir eru um 40 milljarðar og verða ekki greiddar niður nema með auknum niðurskurði.
Það skal ekki dregin fjöður yfir það, að sú mynd sem blasir við í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, er mynd sundurþykkju. Leggja ber áherslu á:
- Sjálfstæði bæjarfulltrúa og að styrkur hvers og eins fái að njóta sín. Engin ástæða er til að gera þær kröfur til bæjarfulltrúa að þeir standi saman í hverju máli,
- Í stjórnmálaflokki ( minnihluta ) verður að vera það frelsi að bæjarfulltrúar vinni sínum flokki brautargengi eftir sinni samvisku.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Atli, ég hjó sérstaklega eftir því af hverju Gunnar ákvað að setja saman sína fjárhagsáætlun. Gunnar leitaði til Guðríðar um upplýsingar og hún svaraði því til að Gunnar gæti leitað til oddvita Sjálfstæðisflokksins ef hann vildi fá upplýsingar. Hér er tilkomin dýrkun á flokksforingjaræðinu sem nú tröllríður ríkisstjórninni. Jóhanna og Steingrímur, og síðan Guðríður og Ármann eru uppfull af þessu bulli, sem ég hélt að hefði verið fullreint m.a. í Þýskalandi á árunum rétt fyrir 1945.
Ég skildi Gunnar að hann hefði viljað vinna að fjárhagsáætlun með meirihlutanum, en láta síðan koma skýrt fram málefnaágreining ef til staðar var. Framgöngu Guðríðar skýri ég fyrst og fremst með vanmáttarkennd hennar. Hún hefur itrekað sýnt að hún hefur enga kunnáttu á þessum þætti bæjarmálanna. Hún náði því að vísu fram að Kópavogur yrði eina sveitarfélagið til þess að láta aldraða greiða í sund, sem hún mætti skammast sín fyrir.
Full eining var á fundinum á laugardaginn með að fjárhagsáætlun Gunnars væri skynsamlegri, að verja ungu fjölskyldurnar eins og hægt væri og að skera fremur í rekstrinum. Hef bæjarfulltrúarnir hafa getu til þess að greina þær tillögur sem fyrir liggja munu þeir samþykkja tillögur Gunnars. Hvaða manndóm þeir hafa er áhugavert að fylgjast með og þá er um að gera að fylgjast fyrst með þeim Ármanni Ólafssyni, Hildi Dungal og Margréti Björnsdóttur.
Sigurður Þorsteinsson, 19.12.2010 kl. 21:25
Gott hjá Gunnari! Svei mér þá ef hann fetar ekki í fótspor nafna síns Thoroddsen með seiglunni. Ég var að lesa frábæra bók Guðna Th Jóhannessonar um Gunnar Thor:)
Mbk.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.12.2010 kl. 08:00
Sæl, það er mjög aðdáunarverður dugnaður Gunnars og stefnufesta. Hann hefur lagt á sig mikla vinnu við gerð þessarar áætlunar. Viðbrögð meirihlutans eru gamalkunnug þegar hann á í hlut. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni.
Jón Atli Kristjánsson, 20.12.2010 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.