17.12.2010 | 18:29
Hvað leynist í framtíðinni
- Ríkisvald, með misjafnlega mikil ríkisafskipti,
- Fyrirtæki, sem vinna á markaði,
- Einstaklingar, fjölskyldur, sem líka vinna á markaði ef grannt er skoðað,
- Utanríkisverslun.
Þessi hagkerfi eru í grundvallaratriðum byggð upp á starfsemi markaða, formlegra og óformlegra. Fyrirtækin og markaðurinn eru hornsteinar þessa kerfis og sigurvegarar í samkeppni við hagkerfi miðstýringar.
Markaðir og einstaklingar byggja starfsemi sína og athafnir á upplýsingum. Til verður það sem kalla má upplýsingasamfélag, þar sem fjölmiðlar spila mjög stórt hlutverk.
Hillumetrar af bókum hafa verið skrifaðar um þetta fyrirbrigði sem hér er lýst í nokkrum línum.
Hvers vegna þessi einfalda lýsing. Ástæðan er að umræða dagsins hefur snúist mikið um hrunið og greiningar á því á alla kanta. Það merkilega við þessar greiningar er hvað allir sjá þetta í dag skýrt og klárt. Maður hugsar með sér, hvar voru allir þessir vitringar, þegar eitthvað var hægt að gera, til að forðast hrunið. Menn tala einfaldega eins og þeir hafi ekki búið í þessu landi á þessum tíma. Flestir eru sammála um að öll greiningin sé til að læra af henni, fyrir framtíðina. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja halda áfram að greina, velta sér upp úr vandanum, og draga af þessu öllu stórfenglegar ályktanir, of pólitískar, og bæta svo við I told you so
Já hvað um lærdóminn og framtíðna. Allir eru sammála um að hrunið var:
- Bankahrun,
- Kerfishrun,
- Gjaldmiðilshrun.
Áður voru of stórir bankar ( 10 sinnum ) fyrir hagkerfið. Í dag erum við með 3 litla og huggulega banka fyrir okkur. Það vandamál er þannig leyst. Bankaútrás ekki fyrir okkur.
Kerfið hrundi. Aðlögun stendur yfir, gengur svona eftir áætlun. ESB aðild varanleg laus að margra mati.
Hrun gjaldmiðilsins er óleyst vandamál. Einn kostur í boði ESB aðild, ef ekki þá vantar ábyrgt svar.
Það góða í öllu þessu fimbulfambi er:
- Líf stórs hluta þjóðarinnar gengur sinn vana gang. Lífskör hafa almenn versnað, en vöruvelta í þjóðfélaginu hefur verið á uppleið,
- Sjávarútvegur er á fullri ferð. Vissulega ýmis vandamál, en það dugnaðarfólk sem í þessari grein vinnur, heldur sjó. Mesti vandi þeirra eru stjórnvöld,
- Áliðnaðurinn gengur vel og álverð er hátt. Þessi grein hefur skapað stöðugleika í okkar hagkerfi, nýr grunnur í gamla vertíðar samfélaginu,
- Ferðaiðnaður, nýtur góðs af lægra gengi, og mikilli strúktúr breytingu í hópi gesta okkar. Þróun vegna framsýni og dugnaðar fólks í þessari grein. Vandinn ef svo má kalla eru stjórnvöld.
Þannig er íslenskt þjóðfélag í góðri siglingu út úr vandanum. Dugnaður þessarar þjóðar og sjálfsbjargarviðleitni mun verða það afl er bjargar okkur. Þetta mun gerast, þrátt fyrir:
- Lamað Alþingi og sundurþykkju stjórnmálamanna,
- Stjórnsýslu, á öllum sviðum, sem brást.
Látum ekki allt ruglið sem dynur á okkur villa okkur sýn. Eðli þessa hagkerfis, sem við höfum kosið okkur, er sveiflur. Við verðum að læra að takast á við þær. Við verðum að gera það saman og eigum þennan vanda með mörgum öðrum þjóðum. Enginn þarf að kvíða framtíðinni á Íslandi. Við erum þrátt fyrir allt harla flott.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er sammála því að þetta fer á stað, en það gerist ótrúlega hægt. Hindranirnar eru mestar í kerfinu og í því þarf að hrista duglega.
Sigurður Þorsteinsson, 17.12.2010 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.