Hvernig aukakílóin læðast að manni.

Það er talið eðlilegt að þyngjast með aldrinum.  Þessi staðreynd rennur upp fyrir manni með ýmsum hætti:
  • Þú kemst ekki í gömlu fötin þín,
  • Föt sem þú hefur jafnvel keypt nýlega passa ekki eru óþægilega þröng,
  • Það er erfiðara að beygja sig niður,
  • Þegar ég fór síðast í fótbolta með strákunum, var ég ekki of frískur,
  • Hvíslingar og óbeinar athugasemdir frá konunni og félögum,

Þessi listi getur verið býsna langur.   

Ég fann t.d. inni í skáp lítið notaðan smóking og ætlaði að skella mér í flíkina. Það vantaði talsvert upp á að ég kæmi buxunum saman í strenginn og jakkinn var of þröngur.  Það var alveg ljóst hvað hafði gerst, fötin höfðu skemmst í hreinsun, höfðu blátt áfram hlaupið !

Þegar það rennur upp fyrir manni hvað er að gerast þarf fyrst að greina vandann:

  • Hvað á ég að vera þungur m.v. aldur og fyrri störf. Allir vita sem lent hafa í þessu að þetta er ekki einfalt. Sérfræðingum ber ekki saman,
  • Ég hef alltaf verið beinastór,
  • Ég hef bætt á mig vöðvum, sem að sjálfsögðu ruglar alla þyngdarmælinu.

Ég verð líklega að játa að ég er 2-3 kílóum of þungur. Hef líka fundið staðhæfingar um að ég sé 5-10 kílóum of þungur. Það sjá allir sem þekkja mig að það getur ekki passað.   Þeir sem halda þessu fram ættu að líta á eigin rass !

Ég fann um daginn grein. Ný áströlsk rannsókn bendir til þess, að aldrað fólk, sem er með hóflega mörg aukakíló lifi lengur en þeir sem eru í svokallaðir kjörþyngd. Þeir sem þjást af offitu eða eru of léttir lifa hins vegar skemur en aðrir...Í ljós kom, að þeir sem voru skilgreindir sem heldur of þungir lifðu að jafnaði lengur en aðrir og hættan á að þeir fengju tiltekna sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma, krabbamein og króníska öndunarfærasjúkdóma voru einnig minnstar.

Í alvöru, þá er ég ekkert sérlega beinastór. Buxurnar eru einfaldlega of þröngar. Ég er of feitur og verð að drullast til að gera eitthvað í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll, takk fyrir þessar góðu ábendingar. Nú veit ég á hverju ég verð að vara mig þegar ég eldist.

Sigurður Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 19:13

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú ert bara frábær:-)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.12.2010 kl. 19:16

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir Sigurbjörg. Siggi ræddi við mig um sinn " vanda ".   Ákvað einn og óstuddur að fjölga ferðum í ræktina úr 2 á vikur í fjórar.  Ef þetta er ekki að taka á vandanum hvað þá !

Jón Atli Kristjánsson, 17.12.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband