Ísland og fyrirkomulag kosninga

Eitt af þeim málum sem stjórnlagaþing mun örugglega fjalla um er fyrirkomulag kosninga.

Þessi mál hafa lengi verið um rædd á Íslandi og ekki að ástæðulausu. Þau eru grunnur valdakerfis okkar og eru stórpólitísk í eðli sínu. Fyrirkomulagið sem gilti fram til 1959 þýddi sem dæmi miklu meiri áhrif Framsóknarflokksins en réttlátt var.

Í umræðunni virðist mér þrennt vara upp á borði:

  • Aukið vægi persónukjörs,
  • Landið eitt kjördæmi,
  • Frekari jöfnun atkvæðavægis í núverandi kjördæmaskipan, eða lítið breyttri.

Helstu markmið breytinga:

  • Jöfnun atkvæðavægis,
  • Persónukjör, sem mjög speglar í dag vantrú á stjórnmálaflokkunum og pólitísku starfi.

Umræða um þessi mál á vettvangi Alþingis, er samkvæmt eðli máls mjög erfið. Þó hún fari í yfirborði fram sem málefnaleg umræða er og verður hún aldrei  annað en átök um völd.  Stjórnlagaþing getur komið að þessu máli úr annarri átt og mögulega málefnalegri.

Í mínum huga væri það skref afturábak að veikja starf stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar skapa ákveðna festu og eru mikilvægur hlekkur lýðræðisins. Þeir sem gagnrýna þá mest ættu í staðin að taka þátt í starfi þeirra.  Það gæti komið þeim skemmtilega á óvart, hversu mikil áhrif þeir gætu haft.

Af þeim leiðum sem hér eru nefndar að ofan vildi ég sérstaklega nefna, jöfnun atkvæðavægis í núverandi kjördæmaskipan. Það  er öllum ljóst að jöfnun vægisins fækkar þingmönnum „ landsbyggðarinnar „ og þeir flytjast á þéttbýlissvæðin sunnanlands.  Kjördæma skipting hefur hinsvegar rótgróna stöðu, ekki aðeins í kosningum, heldur í stjórnsýslu og vitund fólksins.

Rökin um kjördæmapot, sem ekki verði til staðar, ef landið er eitt kjördæmi, finnst mér ekki sannfærandi.  Svokallað kjördæmapot fjallar um hagsmuni ákveðinna svæða, sem alltaf verða til, hvert sem kosningakerfið er. 

Í lokin á þessum hugleiðingum, fylgja hér upplýsingar  úr skýrsla nefndar,  um breytingar á kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis frá október 199

 

  • Núverandi kosningakerfi.

Tafla 1 sýnir misvægi sem er á fjölda kjósenda á bak við hvern þingmann í núverandi kerfi.

  • Tafla 1. Núverandi kosningakerfi

Miðað er við fjölda kjósenda (18 ára og eldri) 1. des. 1997.

Kjördæmi

Þingsæti

Kjósendatala

Kjósendur að baki þingmanni

Reykjavík

19

79.033

4.160

Reykjanes

12

51.053

4.254

Vesturland

5

9.724

1.945

Vestfirðir

5

5.986

1.197

Norðurland vestra

5

6.935

1.387

Norðurland eystra

6

18.793

3.132

Austurland

5

8.818

1.764

Suðurland

6

14.266

2.378

Landið allt

63

194.608

3.089

 

  • - Mesta misvægi er 1:3,55 (Reykjanes/Vestfirðir).

- Misvægi milli Reykjavíkur og Reykjaness annars vegar og landsbyggðarkjördæma hins vegar er 1:2,08.

- Misvægi milli minnsta landsbyggðarkjördæmisins, Vestfjarða, og þess stærsta, Norðurlands eystra, er 1:2,50.

- Rétt er að minna á að af 63 þingmönnum eru 50 kosnir á grundvelli kjördæmisúrslita en 13 samkvæmt landsúrslitum, þ.e. svokölluð bundin jöfnunarsæti (4 í Reykjavík, 3 á Reykjanesi og eitt sæti í öðrum kjördæmum).

Ef eyða ætti svokölluðu atkvæðamisvægi milli kjördæma að fullu og skipta þingsætum í beinu hlutfalli við kjósendafjölda í hverju kjördæmi yrði útkoman úr því eins og sýnt er í töflu 2:

  • Tafla 2. Núverandi kjördæmi

- án misvægis

63 þingmönnum skipt hlutfallslega

á núverandi kjördæmi eftir kjósendafjölda

1. des. 1997.

Kjördæmi

Fjöldi þingsæta

Hlutfallsleg tala

Heilar tölur*

Reykjavík

25,58

26

Reykjanes

16,53

16

Vesturland

3,15

3

Vestfirðir

1,94

2

Norðurland vestra

2,25

2

Norðurland eystra

6,08

6

Austurland

2,85

3

Suðurland

4,62

5

Allt landið

63

63

*Hæstu brot eru hækkuð upp.

 

Eins og taflan sýnir yrðu tvö kjördæmi með aðeins tvo þingmenn og tvö kjördæmi með aðeins þrjá. Reykjavík og Reykjanes (höfuðborgarsvæðið) fengju samtals 42 þingmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband